Borðtennismennirnir Hákon Atli Bjarkason og Björgvin Ingi Ólafsson voru aftur á ferð í 2. deild suður hjá Borðtennissambandi Íslands um síðustu helgi.
Tvær umferðir voru leiknar í TBR húsinu þar sem þeir Hákon og Björgvin töpuðu í hörku toppslag á móti KR B og unnu Víking D í hinum leik helgarinar. Í leiknum gegn KR mætti Björgvin mjög sterkum leikmanni sem er hátt í 200 stigum fyrir ofan hann á styrkleikalista BTÍ og vann hann frábæran 3-2 sigur sem verður að teljast frábært afrek.
Í tvíliðaleik mættu þeir Hákon og Björgvin þeim Skúla Gunnarssyni og Karl Claesson þar sem þeir unnu frábæran 3-0 sigur en bæði Skúli og Karl eru mun hærri á styrkleikalista og er Skúli fyrrum Íslandsmeistari í tvíliðaleik. Niðurstaðan var 3-2 tap í hörkuleik en fyrir þennan leik hafði KR B ekki tapað lotu í deildini. Leikurinn gegn Víking D var svo öruggur 3-0 sigur þar sem Hákon vann sinn einliðaleik örugglega og tvíliðaleikurinn var aldrei í hættu. Þeir Hákon og Björgvin verða aftur á ferðinni um helgina í TBR-húsinu þegar þeir keppa á RIG á laugardag, og mæta svo næst til leiks í deildarkeppnini þann 14. febrúar þegar leikið verður í 7. og 8. umferð 2. deildar. Hákon og Björgvin eru báðir liðsmenn hjá HK og æfa undir stjórn Bjarna Þorgeirs Bjarnasonar.
-
Afmælisbarnið Már og The Royal Northern College of Music Session Orchestra
Tónlistarmaðurinn og Paralympic farinn Már Gunnarsson heldur tvenna tónleika ásamt The Roy… -
Gauti Stefánsson vann til bronsverðlauna á NM í paraklifri í flokki blindra, sjónskertra og einfættra
Um síðustu helgi var NM í línu haldið í Gautaborg. Keppt var í fullorðins-, ungmenna- og p… -
Frábæru móti lokið í kraftlyftingum
Föstudaginn 15. nóvember fór fram Special Olympics dagur í kraftlyftingum samhliða heimsme…
Sækja skyldar greinar
-
Evrópumót Virtus
Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1… -
Evrópuleikar ungmenna
Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin… -
Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu
Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
-
Sjöundi apríl er alþjóðlegur dagur heilbrigðis
Alþjóðadeild Lions styrkti þetta myndband Special Olympics og einnig verkefnið Healthy Ath… -
Vel heppnuð frjálsíþróttamót síðustu tvær helgar — Ármann Íslandsmeistari í liðakeppni
Ármenningar urðu Íslandsmeistarar í liðakeppni á Íslandsmóti ÍF sem fram fór í Kaplakrika … -
Hákon og Björgvin á verðlaunapall
Helgina 6-7. mars fór Íslandsmótið í borðtennis fram í íþróttahúsi TBR í Gnoðarvogi. ÍF át…
Load More In 2. tbl 2020
Comments are closed.
Skoðaðu einnig
Evrópumót Virtus
Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…