Borðtennismennirnir Hákon Atli Bjarkason og Björgvin Ingi Ólafsson eru ósigraðir í 2. deild suður hjá Borðtennissambandi Íslands. Tvær umferðir voru leiknar í íþróttahúsi Hagaskóla um síðustu helgi þar sem þeir Hákon og Björgvin unnu alla sína leiki sem HK-C gegn KR og BH.
Í leikjum síðustu helgar gegn KR mætti Björgvin hinum reynda Hannesi Guðrúnarsyni sem er 220 stigum fyrir ofan hann á styrkleikalista BTÍ og vann hann örugglega 3-1 sem verður að teljast stórt afrek hjá Björgvini. Í leiknum gegn BH vann Hákon baráttusigur eftir að hafa lent 2-0 undir jafnaði hann leikinn 2-2 og í oddalotu 10-5 undir náði hann að vinna sig til baka og vinna 13-11 á endanum og þar með leikinn.
HK-C vann KR C 3-2 og BH D 3-1. Þeir Hákon og Björgvin verða aftur á ferðinni um helgina í TBR-húsinu þegar verða leiknir leikir í 5. og 6. umferð 2. deildar. Hákon og Björgvin eru báðir liðsmenn hjá HK og æfa undir stjórn Bjarna Þorgeirs Bjarnasonar.
-
Afmælisbarnið Már og The Royal Northern College of Music Session Orchestra
Tónlistarmaðurinn og Paralympic farinn Már Gunnarsson heldur tvenna tónleika ásamt The Roy… -
Gauti Stefánsson vann til bronsverðlauna á NM í paraklifri í flokki blindra, sjónskertra og einfættra
Um síðustu helgi var NM í línu haldið í Gautaborg. Keppt var í fullorðins-, ungmenna- og p… -
Frábæru móti lokið í kraftlyftingum
Föstudaginn 15. nóvember fór fram Special Olympics dagur í kraftlyftingum samhliða heimsme…
Sækja skyldar greinar
-
Evrópumót Virtus
Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1… -
Evrópuleikar ungmenna
Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin… -
Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu
Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
-
Sjöundi apríl er alþjóðlegur dagur heilbrigðis
Alþjóðadeild Lions styrkti þetta myndband Special Olympics og einnig verkefnið Healthy Ath… -
Vel heppnuð frjálsíþróttamót síðustu tvær helgar — Ármann Íslandsmeistari í liðakeppni
Ármenningar urðu Íslandsmeistarar í liðakeppni á Íslandsmóti ÍF sem fram fór í Kaplakrika … -
Hákon og Björgvin á verðlaunapall
Helgina 6-7. mars fór Íslandsmótið í borðtennis fram í íþróttahúsi TBR í Gnoðarvogi. ÍF át…
Load More In 2. tbl 2020
Comments are closed.
Skoðaðu einnig
Evrópumót Virtus
Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…