Heim 2. tbl 2020 Fara leikarnir fram?

Fara leikarnir fram?

3 min read
Slökkt á athugasemdum við Fara leikarnir fram?
0
759

Föstudaginn 8. janúar tilkynntu yfirvöld í Tokyo, Japan, um að neyðarástand væri komið á í borginni ásamt fleiri svæðum í Japan. Síðastliðinn föstudag voru 2392 ný tilfelli tilgreind í borginni.


Búist er við því að neyðarástandið í borginni sem og í Kanagawa, Saitama og Chiba muni vara allt til 7. febrúar næstomandi. Fólk á þessum svæðum verður beðið um að halda sig heima eftir kl. 20.00 á kvöldin og veitingastaðir, krár og kaffihús sem selja áfengi verða lokuð á meðan neyðarástandinu stendur.


Líkamsræktarstöðvar, járnvöruverslanir og afþreyingar- og menningarstaðir á borð við leikhús munu verða opin með takmörkunum og skólar verða áfram opnir.


Þær ráðstafanir sem verða við lýði í neyðarástandinu þykja vægari nú en þær sem voru uppi á teningnum 7. apríl 2020 þegar þáverandi forsætisráðherra Shinzo Abe var við stjórnartaumana. Tóku þær gildi tveimur vikum eftir að Ólympíuleikunum og Paralympics hafði verið slegið á frest. Gagnrýnisraddir hafa látið að því kveða að núverandi forsætisráðherra, Yoshihide Suga hafi dregið það of lengi að lýsa yfir neyðarástandi.


Ólympíuleikarnir 2021 fara fram 23. júlí til 8. ágúst og Paralympics fylgja venju samkvæmt þar í kjölfarið og eru á dagskrá 24. ágúst til 5. september. Til þessa hefur verið rætt um möguleikann á að leikarnir fari fram í svokallaðri „búbblu“ eins og víða hefur orðið með íþróttir á heimsvísu og hefur Richard Pound meðlimur í stjórn IOC lagt til að íþróttafólk verði sett í forgang í bólusetningu gegn COVID-19 til þess að tryggja að leikarnir geti farið fram með raunhæfum hætti.


Eins og sakir standa hafa því IOC, IPC og heimamenn í Japan haldið því staðfastlega á lofti að af leikunum geti orðið og vinna því þjóðlönd skv. því að undirbúningi við þátttöku í leikunum.

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 2. tbl 2020
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…