Heim Áfram veginn Hinir fjölmörgu hattar ÍF

Hinir fjölmörgu hattar ÍF

4 min read
Slökkt á athugasemdum við Hinir fjölmörgu hattar ÍF
0
931

Íþróttasamband fatlaðra var stofnað árið 1979 og fagnaði því 40 ára afmæli sínu á síðasta ári. Á rúmum fjórum áratugum hefur margt vatn runnið til sjávar og markmið og hlutverk sambandsins hafa tekið ýmsum breytingum í áranna rás.

Í dag skiptist starfsemi ÍF aðallega í þrjá hluta en sá fyrsti er starfsemi ÍF innanlands er varðar mótahald og aðra hefðbundna starfsemi sérsambanda. ÍF er einnig aðili að Ólympíuhreyfingu fatlaðra (IPC) og að alþjóðasamtökum Special Olympics. Þá er ÍF líka aðili að fjölda heimssamtaka íþróttamanna fyrir mismundandi fötlunarhópa s.s. IBSA (blindir/sjónskertir), Virtus (þroskahamlaðir) og CP-Isra (spastískir) svo nokkur séu nefnd.

Hér innanlands fara flest öll verkefni fram undir merkjum Íþróttasambands fatlaðra eins og t.d. Íslandsmót ÍF eða bikarmót ÍF í sundi. Þó eru þar undantekningar á þar sem Special Olympics Iceland halda t.d. Íslandsleika í mismunandi greinum.
Á afreksvettvangi á mótum þar sem lágmörk eru viðhöfð og leiða til þátttöku á EM, HM eða fjórða hvert ár á Paralympics starfar ÍF undir merkjum NPC Iceland (National Paralympic Committee of Iceland).
ÍF starfar svo undir merkjum Special Olympics Iceland á erlendum vettvangi í verkefnum Special Olympics hreyfingarinnar en þátttakendur þar geta verið af öllum getustigum sinna greina. Special Olympics hefur á að skipa fjölbreyttum hópi einstaklinga sem þó eiga það allir sammerkt að vera með þroskaskerðingar, námsörðugleika eða aðrar andlegar takmarkanir en á vettvangi Special Olympics er þeim fundinn jafnréttisgrundvöllur í keppni út frá getuskiptingum.

Þetta eru þrír stærstu hattarnir sem Íþróttasamband fatlaðra ber hverju sinni, starfsemi ÍF innanlands, NPC Iceland og Spceial Olympics Iceland.

Þá hefur ÍF til fjölda ára verið í afar virku og árangursríku Norðurlandasamstarfi um ýmsa hluti íþrótta fatlaðra.

Í dag starfrækir Íþróttasamband fatlaðra vefsíðurnar
www.ifsport.is
www.hvatisport.is

Eins er sambandið virkt á samfélagsmiðlum:
Facebook-síða ÍF: https://www.facebook.com/IthrottasambandFatladra
Twitter reikningur ÍF: @ifsportisl
Instagram reikningur ÍF: https://www.instagram.com/npciceland/
Youtube síða ÍF: Youtube.com (Parasport Iceland)

Til að hafa samband við skrifstofu Íþróttasambands fatlaðra er hægt að hafa samband í síma 514-4080 eða á if@ifsport.is – á skrifstofunni má nálgast upplýsingar um starfsemi ÍF, aðildarfélög sambandsins og fleiri verkefni. 

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In Áfram veginn
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…