Heim 1. tbl 2021 Þrjú ný Íslandsmet í úrslitum hjá Má og Róberti

Þrjú ný Íslandsmet í úrslitum hjá Má og Róberti

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Þrjú ný Íslandsmet í úrslitum hjá Má og Róberti
2
310

Sundmennirnir Már Gunnarsson, ÍRB, og Róbert Ísak Jónsson, Fjörður/SH, settu báðir Íslandsmet í úrslitum á Evrópumeistaramóti IPC í dag. Már bætti sitt eigið met í 100m flugsundi og Róbert bætti sitt eigið met í 100m baksundi.

Róbert Ísak hafnaði í 7. sæti í úrslitum í 100m baksundi S14 og bætti Íslandsmetið á nýjan leik er hann kom í bakka á 1:04.76mín í Madeira. Róbert bætti því Íslandsmetið sem hann setti í undarásunum í morgun!

Már Gunnarsson hafnaði í 4. sæti í úrslitum í 100m flugsundi S11 og bætti sitt eigið Íslandsmet þegar hann kom í bakka á 1:11.11 mín. en fyrra metið var 1:11.12 mín. Sundið bauð upp á tvö met því millitími Más í 50m var einnig Íslandsmet en hann var 32,33 sek.


Mynd/ Már og Róbert settu báðir Íslandsmet í úrslitum kvöldsins.

Sækja skyldar greinar
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Árangursríkt samstarfsverkefni ÍF og Félagsmálaráðuneytisins

Ásmundur Einar Daðason, Félags og barnamálaráðherra hefur undanfarin tvö ár staðið að baki…