Heim 2. tbl 2019 Paralympics 2020 í Tókýó 
— 25. ágúst – 6. september 2020

Paralympics 2020 í Tókýó 
— 25. ágúst – 6. september 2020

4 min read
Slökkt á athugasemdum við Paralympics 2020 í Tókýó 
— 25. ágúst – 6. september 2020
0
1,799

Paralympics 2020 fara fram í Tókýó, höfuðborg Japans, í lok ágúst og byrjun septembermánaðar. Íslenskir afreksmenn úr röðum fatlaðra munu því á næstu misserum gera lokaatlögu að því að vinna sér inn þátttökurétt á þessu stærsta móti fatlaðs afreksfólks.

Paralympics fara fram fjórða hvert ár strax í kjölfar Ólympíuleikanna en í dag er svo búið um hnútana að þær borgir sem sækja um að halda Ólympíuleika sækja líka um að halda Paralympics sem fara þá fram við sömu aðstæður hverju sinni. Sjálfir Ólympíuleikarnir fara fram 24. júlí – 9. ágúst og rúmum hálfum mánuði síðar eru fatlaðir afreksmenn í þúsundatali mættir í Ólympíuþorpið til að taka þátt í Paralympics.

Senn líður að því að lágmarkatími fyrir íþróttafólkið renni sitt skeið. Þar sem enginn íslenskur sundmaður vann gull- eða silfurverðlaun á HM og enginn íslenskur frjálsíþróttamaður náði 4. sæti eða ofar á HM var enginn íþróttamaður eftir sumarið kominn með beinan þátttökurétt á Paralympics. Íþróttasamband fatlaðra mun af þeim sökum ekki kynna keppendur Íslands í Tókýó fyrr en í sumarbyrjun 2020.

Paralympics í Tókýó hafa þegar farið fram úr væntingum þegar kemur að miðaeftirspurn á leikana og heimamenn hafa lagt mikið upp úr vistvænni framkvæmd mótsins. Sem dæmi má nefna að allir verðlaunapeningar á Paralympics verða úr endurunnum málmum, s.s. úr farsímum og öðrum tækjum. 

Í Tókýó verður keppt í 22 íþróttagreinum þar sem badminton og Taekwondo koma inn á leikana í fyrsta sinn. Þetta er í annað sinn sem Tókýó heldur Ólympíuleika en þeir fyrstu fóru fram 1964 og hafa, eins og gefur að skilja, vaxið umtalsvert síðan þá og því verður þetta í fyrsta sinn samkvæmt nýju fyrirkomulagi sem Tókýó heldur bæði Ólympíuleika og Paralympics.

Búist er við því að um 4400 íþróttamenn taki þátt á Paralympics í 540 verðlaunagreinum en fjöldi þeirra skýrist að mestu leyti af þeim fjölda fötlunarflokka sem keppt er í við þær 22 greinar sem fram fara í Tókýó. 

Á Paralympics 2016 tefldi Ísland fram fimm keppendum, þremur í sundi, einum í frjálsum og þá í fyrsta sinn keppti bogfimimaður fyrir Íslands hönd á Paralympics. Vonir standa til þess að Ísland nái jafnmörgum þátttakendum inn til Tókýó en keppnin er hörð og verður afar spennandi að sjá hverju vindur fram næstu mánuði. 

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 2. tbl 2019
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…