Vinsæl nýbylgja frá Ungverjalandi ryður sér nú til rúms á íþróttasviðinu en sú grein heitir „Teqball“ eða tæknibolti ef svo má að orði komast á íslensku. Teqball er knattspyrnutengd íþrótt með borðtennisívafi þar sem leikmenn mætast með fótbolta við sérhannað borðtennisborð. Ungverjar hafa verið leiðandi afl í greininni en árið 2017 var Federation Internationale de Teqball stofnað í Ungverjalandi.
Síðustu ár hefur ör vöxtur verið í greininni og nú hafa Ungverjar sett á laggirnar „Para Teqball“ í viðleitni sinni til þess að gera íþróttina enn aðgengilegri. Nú í fyrstu er ráðgert að keppt verði í tveimur flokkum í Para Teqball þar sem flokkur 1 verði fyrir það íþróttafólk sem notast við hækjur og flokkur tvö fyrir það íþróttafólk sem notast við stoðfætur.
Við þetta upphaf hjá Para Teqball hafa alþjóðasamtökin gefið út nýtt regluverk fyrir greinina sem og flokkunarleiðbeiningar. Alþjóða Para Teqball samtökin hafa þróað greinina fyrir fatlaða í nánu samstarfi við Íþróttasamband fatlaðra í Ungverjalandi og eru um þessar mundir að standa í yfirgripsmiklu kynningarstarfi um allan heim.
Eins og sakir standa er ÍF ekki kunnugt um að fatlaðir hafi prófað eða stundað greinina hérlendis en þetta er einkar spennandi viðbót í íþróttaflóruna og mun stjórn sambandsins fylgjast grannt með framvindu mála.
-
Átta Íslandsmet féllu á RIG um helgina
Sundhluti Reykjavík International Games (RIG) fór fram helgina 24.-26. janúar. Margt af ok… -
Bréf frá Timothy Kennedy-Shriver, forsvarsmanni Special Olympics
Þetta bréf frá Timothy Kennedy Shriver forsvarsmanni Special Olympics barst í gær á alþjóð… -
Sundkeppni Reykjavíkurleikanna fer fram 24. – 26. janúar 2025
Það verður sannkölluð sundveisla í Laugardalslauginni um helgina þegar sterkasta sundfólk …
Sækja skyldar greinar
-
Evrópumót Virtus
Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1… -
Evrópuleikar ungmenna
Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin… -
Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu
Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
-
Flottur árangur í Aberdeen og Berlín
Ragnar Friðbjarnarson landsliðsþjálfari ÍF í sundi tók saman góðan pistil um tvö afreksver… -
Glimrandi stemmning hjá SO hópi Hauka
Special Olympics hópur Hauka i Hafnarfirði eflist með hverju ári. Haukar sendu 3 lið á min… -
Árangursríkt samstarfsverkefni ÍF og Félagsmálaráðuneytisins
Ásmundur Einar Daðason, Félags og barnamálaráðherra hefur undanfarin tvö ár staðið að baki…
Load More In 1. tbl 2021
Comments are closed.
Skoðaðu einnig
Evrópumót Virtus
Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…