Heim 2. tbl 2020 Már og Róbert með fjögur met á RIG

Már og Róbert með fjögur met á RIG

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Már og Róbert með fjögur met á RIG
0
768

Fjögur Íslandsmet féllu á Reykjavík International Games í sundi um síðustu helgi en keppt var í Laugardalslaug.
Sundmennirnir Róbert Ísak Jónsson (S14) og Már Gunnarsson (S11) voru í góðum gír og lönduðu báðir tveimur nýjum og glæsilegum metum. Að þessu sinni var keppnisfyrirkomulagið sérstakt vegna heimsfaraldurs COVID-19 en skipuleggjendur eiga hrós skilið fyrir öfluga framkvæmd og mikinn og góðan undirbúning, vel gert SSÍ og ÍBR.
Alls urðu það fjögur ný Íslandsmet sem litu dagsins ljós. Róbert Ísak Jónsson, SH, setti Íslandsmet í 100 m flugsundi á tímanum 0:58,90 og 200 m flugsundi á 2:15,14. mín. Már Gunnarsson, ÍRB setti Íslandsmet í 50 m baksundi á tímanum 0:32,88 sek. og 200 m baksund á 2:35,79 mín. Glæsilegur árangur hjá köppunum.

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 2. tbl 2020
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…