
Fjögur Íslandsmet féllu á Reykjavík International Games í sundi um síðustu helgi en keppt var í Laugardalslaug.
Sundmennirnir Róbert Ísak Jónsson (S14) og Már Gunnarsson (S11) voru í góðum gír og lönduðu báðir tveimur nýjum og glæsilegum metum. Að þessu sinni var keppnisfyrirkomulagið sérstakt vegna heimsfaraldurs COVID-19 en skipuleggjendur eiga hrós skilið fyrir öfluga framkvæmd og mikinn og góðan undirbúning, vel gert SSÍ og ÍBR.
Alls urðu það fjögur ný Íslandsmet sem litu dagsins ljós. Róbert Ísak Jónsson, SH, setti Íslandsmet í 100 m flugsundi á tímanum 0:58,90 og 200 m flugsundi á 2:15,14. mín. Már Gunnarsson, ÍRB setti Íslandsmet í 50 m baksundi á tímanum 0:32,88 sek. og 200 m baksund á 2:35,79 mín. Glæsilegur árangur hjá köppunum.