
Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson er mættur til Malbun í Liechtenstein þar sem landsmót og lokamót Evrópumótaraðar IPC fer fram. Um er að ræða fjóra keppnisdaga þar sem keppt verður í svigi og stórsvigi. Á morgun er keppt í landsmóti Liechtensteins í stórsvigi sem og á miðvikudag en þá á Evrópumótaröðinni. Á fimmtudag er svo landsmót heimamanna í svigi og föstudag er svigkeppnin á Evrópumótaröðinni. Hilmar mætti til Malbun í gærkvöldi og tók sína fyrstu æfingu í morgun við fínar aðstæður, það vantar að minnsta kosti ekki snjóinn í brekkurnar en nægt er púðrið.
Mynd/ JBÓ: Hilmar að gera sig klárann fyrir æfinguna í morgun.