Heim Áfram veginn Keiluæfingar hjá Íþróttafélaginu Ösp

Keiluæfingar hjá Íþróttafélaginu Ösp

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Keiluæfingar hjá Íþróttafélaginu Ösp
0
2,108

Keila er skemmtileg fyrir alla óháð fötlun þó misjafn er hver geta hvers og eins sér. Iðkendur eru á misjöfnum forsendum í keilu, sumir eru fyrst og fremst fyrir skemmtilegan félagsskap á meðan aðrir eru miklir keppnismenn og í raun allt þar á milli. 

Keiluæfingar Asparinnar fara fram í Keiluhöllinni Egilshöll á þriðjudögum og eru tveir æfingartímar, 16:50-17:50 og 17:50-18:50 á tímabilinu september – maí ár hvert.


Til viðbótar við æfingar þá er Öspin með þrjú keppnislið, eitt kvennalið, Öspin Gyðjur og tvö karlalið, Öspin Goðar og Öspin Ásar sem keppa í liðakeppni í deildarkeppni hjá Keilusambandi Íslands. Því til viðbótar hefur æfingarhópurinn farið tvisvar sinnum til Malmö og keppt á Malmö-Open  (https://www.malmo-open.com/) sem er einstaklingskeppni.

Þjálfarar í keilunni hafa spilað og æft keilu til fjölda ára en þjálfarar eru Laufey Sigurðurdóttir yfirþjálfari, Sigurður Björn Bjarkason þjálfari og Bjarki Sigurðsson þjálfari, öll hafa þau lokið 1. stigi ETBF í keiluþjálfun auk þess sem Laufey hefur lokið 2. stigi í þjálfaramenntun ÍSÍ. 

Netfang keiludeildarinnar er keiludeildin@gmail.com 
Facebook-síða Aspar: https://www.facebook.com/ithrottafelagidosp 

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In Áfram veginn
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…