Heim Áfram veginn Frábær árangur með YAP í Urriðaholtsskóla í Garðabæ

Frábær árangur með YAP í Urriðaholtsskóla í Garðabæ

4 min read
Slökkt á athugasemdum við Frábær árangur með YAP í Urriðaholtsskóla í Garðabæ
1
1,165

 Það er virkilega gaman frá því að segja að eftir aðeins nokkurra vikna YAP-æfingakennslu á yngstu svæðum leikskólans, sést merkjanlegur munur á styrk, jafnvægi, samhæfingu og öryggi barnanna  😊 

Við höfum verið að þróa og aðlaga YAP-stundirnar að aðstöðu okkar, aldri barnanna og grófhreyfiþroska þeirra. Niðurstaðan er einföldun YAP-brautarinnar, fjórar stöðvar í hring. Þannig er æfingin fólgin í því sem hver stöð krefst af þeim líkamlega, gera æfingarnar í ákveðinni röð, að vera í röð og að bíða eftir því að röðin komi að þeim – ekki hlaupa hvert sem er, eða sleppa neinu.

Við komuna í tímann setjast allir við vegg, við sýnum þeim, setjum orð og tákn á það sem við væntum af þeim og það sem þau geta vænst í braut dagsins. Þeim er boðið einu í einu og röðin helst í gegnum tímann, ca 15-20 mín. 

Þar sem YAP prógrammið leggur upp með tímana frá 2ja ára aldri, en við erum við börn frá 1 árs aldri, hafa æfingarnar verið aðlagaðar að þroskastigi barnanna. 

Ekki eru bara gerðar einhverjar æfingar af því að það er gaman, heldur er verið að byggja upp grunnstyrk þeirra skipulega í þeim æfingum sem gerðar eru.

Unnið er út frá grunnvöðvastyrk, bolstyrk, hann aukinn/styrktur með ákveðnum æfingum. 

Samhæfing hægri og vinstri hliðar æfð með t.d. skriði yfir og undir hluti. 

Styrking axlargrindar, t.d. hjólbörugangur áfram þegar rúllað er á maga yfir sívalning.

Jafnvægi,  mikið unnið með ójafnt undirlag, að ganga stórum skrefum eins og tröll, stíga ofan á djúpa og valta púða, jafnt með gleyðum skrefum sem gangi eftir línu. 

Ofan á styrkan grunn, byggjum við frekari hreyfiæfingar; hoppa

jafnfætis, standa/hoppa á öðrum fæti, valhoppa, kasta/grípa osfrv.

 Ef um sérstakar æfingar einstaka barna hefur verið að ræða, 

hefur þeim verið fléttað inn í YAP-æfingarnar. Þannig græða allir 

og enginn upplifir sig þurfa að gera öðruvísi en aðrir 😊 

Kveðja Stína  YAP-kennari

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In Áfram veginn
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…