Heim Áfram veginn Íþróttafélagið Nes er íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

Íþróttafélagið Nes er íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Íþróttafélagið Nes er íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum
0
1,800

 Íþróttafélagið býður upp á íþróttir fyrir einstaklinga á öllum aldri. Þær íþróttir sem eru í boði fyrir yngri iðkendur (13 ára og yngri) er sund en eftir áramót stefnum við að bjóða einnig upp á knattspyrnu fyrir þennan hóp barna. Þær íþróttir sem eru í boði fyrir eldri iðkendur (13 ára og eldri) eru sund, frjálsar, lyftingar og boccia. 

Nes hefur undanfarin ár tekið þátt í sundmóti sem heitir Nýársmóti ÍF og nýverið var ákveðið að fara af stað í það verkefni að halda 2-3 innanfélagsmót á ári en covid-19 hefur sett það verkefni á bið í bili. 

Einnig hefur verið flott starf fyrir eldri iðkendur og stendur öllum iðkendum að taka þátt í ýmsum mótum í gegnum allt árið. Boccia hefur verið afar vinsælt hjá okkur. Það er mikið starf í kringum boccia hjá okkur og nokkur mót á ári. Þar með talin Lionsmótið, Hængsmótið og Íslandsmótið. 

Annað hvert ár hefur síðan félagið allt, í flestum íþróttagreinum farið á Malmö open í Svíþjóð en því miður hafa komið upp aðstæður sem hafa komið í veg fyrir að við gátum farið í síðustu tvö skipti. Stefnan er að fara árið 2022 þegar covid-19 hefur vonandi, að mestu yfirgefið okkur. 

Annars ljúkum við alltaf árinu með góðum pizzaveislum fyrir alla hópa sem hefur þótt afar vinsælt. 

Hjá Nes eru allir velkomnir og allir iðkendur fá að æfa á sínum forsendum. Áfram Nes 😊 

Facebooksíða Ness

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In Áfram veginn
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…