Heim 2. tbl 2019 Glæsilegt Íslandsmót í boccia-einstaklingskeppni

Glæsilegt Íslandsmót í boccia-einstaklingskeppni

3 min read
Slökkt á athugasemdum við Glæsilegt Íslandsmót í boccia-einstaklingskeppni
0
1,022

Glæsilegt Íslandsmót í boccia-einstaklingskeppni fór fram á Ísafirði helgina 4.-6. október 2020. Það var Harpa Bjornsdóttir, formaður aðildarfélags ÍF, Ívars á Ísafirði og nágrenni, sem leiddi undirbúning Íslandsmóts ÍF í samstarfi við boccianefnd ÍF. 

Henni til halds og traust var reynslumikið fólk í mótsnefnd. Alls aðstoðuðu um 100 sjálfboðaliðar við undirbúning og framkvæmd mótsins. Keppni var sýnd beint á skjá í íþróttahúsinu og hægt var að fylgjast með á Netinu en það var Viðburðastofa Vestfjarða sem sá um að streyma. Mikill metnaður var lagður í verkefnið og bein lýsing var frá úrslitaleikjum mótsins. Vestfirðingar gera allt með stæl og höfðu ári áður pantað veislukokkinn Einsa kalda og félaga frá Eyjum í eldamennskuna á lokahófinu. Það mikla starf sem lá að baki skilaði glæsilegu Íslandsmóti. Til hamingju, Vestfirðingar. 

Á lokahátíðinni afhenti formaður Ívars keflið til fulltrúa Suðra á Selfossi en þar verður mótið haustið 2020.

Á Íslandsmótum ÍF í boccia er keppt í deildum og getur fólk unnið sig upp eða fallið niður um deild. Þetta keppnisfyrirkomulag er sett upp á Íslandi þannig að allir keppi við alla óháð fötlun. Alþjóðareglur gilda í sjálfri keppninni en deildaumgjörðin er séríslensk. Auk deildakeppni er keppt í flokki BC1-5 sem er keppnisflokkur á mótum IPC og þar er alfarið keppt samkvæmt reglum IPC.

Guðrún Ólafsdóttir, Firði, sigraði í 1. deild og Ingi Björn Þorsteinsson, IFR, sigraði í flokki BC1-5.

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 2. tbl 2019
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…