Heim 2. tbl 2020 Hvar eru þau nú? — Baldur Ævar Baldursson

Hvar eru þau nú? — Baldur Ævar Baldursson

5 min read
Slökkt á athugasemdum við Hvar eru þau nú? — Baldur Ævar Baldursson
0
1,384

Frjálsíþróttamaðurinn Baldur Ævar Baldursson situr ekki auðum höndum þó ferillinn í afreksíþróttum sé að baki. Baldur sem verður 40 ára gamall á næsta ári er fæddur og uppalinn á Ólafsfirði og lagði því á sig umtalsverð ferðalög á afreksferli sínum til að stunda æfingar og keppni.

„Ég er fæddur og uppalinn á Ólafsfirði og bý hér enn í dag,“ sagði Baldur kátur þegar Hvatisport.is náði tali af Baldri í upphafi desembermánaðar. Baldur starfar í dag á bifreiðaverkstæðinu Múlatindi á Ólafsfirði.

„Á meðan ég var að æfa þá starfaði ég sem íþróttasvæðisvörður á Ólafsfirði og sá m.a um viðhald við knattspyrnuvelli, skíðalyftur og fleira. Þetta stóð í einhver 13 ár á meðan ég var á fullu í íþróttunum en síðustu sex ár hef ég verið hjá Múlatindi,“ sagði Baldur sem lagði afreksskóna í frjálsum á hilluna árið 2012. „Um leið og ég náði ekki inn á Leikana 2012 í London þá ákvað ég að hætta enda farið að slá aðeins í skrokkinn þá.“ Baldur keppti á sínum ferli í flokki T/F 37 sem er flokkur einstaklinga með CP eða helftarlamanir.

Baldur er góður og gegn samfélagsþegn á Ólafsfirði og er virkur félagi í Björgunarsveitinni Tindur. „Björgunarsveitin er stór þáttur í okkar samfélagi og t.d. í desemberveðrinu hér í fyrra stóðum við vaktina þegar verst lét í fjóra sólarhringa samfleytt. Það var hrikalegt veður, yfir 30 metrar á sekúndu í stöðugum vind. Tindur er virk og öflug sveit og ég er einn af aðstoðarmönnum í ungliðastarfi sveitarinnar.“ 

Baldur var einn af þeim íþróttamönnum sem kom fyrir sjónir landsmanna nýverið í þáttunum Ólympíukvöld fatlaðra en hann var fulltrúi Íslands í Peking 2008. Baldur komst þá í úrslit í langstökki í flokki 37. „Þátturinn var æðislegur og gaman að sjá þetta upp á nýtt,“ sagði Baldur en spurður hvort það hefði ekki kitlað hann að byrja aftur við að sjá svona upprifjun sagði hann svo ekki vera.

„Ég var orðinn mjög tæpur á hásin og fleira svo ég einfaldlega treysti mér ekki aftur í svona „prógramm“ sagði Baldur en það dylst engum að þrotlausar æfingar liggja að baki hverjum afreksmanni sem kemst á stærsta sviðið eins og Paralympics.

„í dag fæ ég nóg af hreyfingu í vinnunni og að eltast við þessar kindur mínar, ég er með einhver 50 stykki hér í Ólafsfirði,“ sagði sauðfjárbóndinni Baldur Ævar sem átti von á rólegheitum fram að hátíðum nema ef veður skyldi versna þá yrðu hann og sveitungar í björgunarsveitinni ávallt reiðubúnir.

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 2. tbl 2020
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…