Heim 2. tbl 2020 Alþjóðavetrarleikar Special Olympics færast fram til 2022

Alþjóðavetrarleikar Special Olympics færast fram til 2022

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Alþjóðavetrarleikar Special Olympics færast fram til 2022
0
723

Leikarnir  sem fara áttu upphaflega fram í Svíþjóð árið 2021 munu fara fram í Kazan, Rússlandi 22. – 28. Janúar 2022.  Svíar höfðu lagt mikinn undirbúning í verkefnið en urðu því miður að hætta við framkvæmd.

Helsta ástæða var forsendubrestur en ekki tókst að tryggja fjárhagslegan stuðning við verkefnið. Sú ákvörðun Svia að hætta við framkvæmd skapaði miklu óvissu um hvort af leikunum yrði og erfitt var að fá annan framkvæmdaraðila með svo stuttum fyrirvara. Fyrir Norðurlöndin hafði það mikla þýðingu að hafa leikana í Svíþjóð og Special Olympics í Svíþjóð hafði lagt mikla áherslu á að nýta leikana til að efla starfið og vinna sérstakt markaðsátak til að kynna starfsemi Special Olympics á landsvísu.

Sú vinna hélt áfram þegar ljóst var að leikarnir yrðu ekki í Svíþjóð og þrátt fyrir að hætt hefði verið við framkvæmd hafði undirbúningsvinna skilað góðri kynningu sem nýttist áfram.  Eftir mikla vinnu tókst að fá framkvæmdaraðila að leikunum sem munu fara fram í Kazan í Rússlandi 2022.

Hér má finna kynningu á leikunum í Kazan

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 2. tbl 2020
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…