Heim 1. tbl 2020 - ÍF Hvar eru þau í dag?
Jóhann Rúnar Kristjánsson

Hvar eru þau í dag?
Jóhann Rúnar Kristjánsson

8 min read
Slökkt á athugasemdum við Hvar eru þau í dag?
Jóhann Rúnar Kristjánsson
1
2,540

Engu líkt að upplifa sigur, ná árangri og bætingu
Hreyfing er lífsins nauðsyn! 


Borðtennismaðurinn Jóhann Rúnar Kristjánsson er margfaldur Íslandsmeistari fatlaðra í borðtennis og fyrrum fulltrúi Íslands á Paralympics. Hvati tók hús á „Jóa borðtennis“ eins og hann hefur löngum verið kallaður en Jói sem búsettur er í Reykjanesbæ hefur nóg fyrir stafni þessi dægrin:

Ég er í fullu starfi hjá VSFK Verkalýðs og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis sem er skrifstofuvinna, ég hef aðeins verið að grípa í spaðann sl. vetur þar sem við erum með lið í annari deild hjá BTÍ. Ég byrjaði sem varamaður svona til vonar og vara en var fljótlega kominn inn í aðallið. Í liðinu eru  Hákon Atli, Tommi, Hafsteinn, Helgi Gunnars, Hilmar, Agnar og Nóni Snær og ég.

Svo hef ég verið að mæta á æfingar hjá Stjána svona við og við og stríði fólkinu með minni spilamennsku og leikhernaði sem gleymist ekki svo glatt, líki þessu við að læra að hjóla og það er þannig að maður gleymir því ekki en riðið dustast fljótt af þegar maður er komin af stað.

Ég er duglegur að halda mér í formi og fer í ræktina þrisvar sinnum í viku og það hjá Sporthúsinu hér í Reykjanesbæ hjá Ara og Evu, frábært aðgengi hjá þeim og æðislega gott að æfa hjá þeim.

Síðastliðin fimm ár hef ég safnað fyrir hjóli til að geta farið út að hjóla með konunni minni og vinum sá draumur varð að veruleika fyrir um það bil tveimur árum síðan, algjört æði að komast út í nátturuna og kærar þakkir til þeirra sem lögðu mér lið í söfnun en hjólið kostaði 1,3 milljónir.

Í febrúar á þessu ári fór ég í stóra axlaraðgerð á hægri öxl og er ég allur að koma til eftir það, stefnan er tekin á að taka aðeins í spaðann næstkomandi tímabil þar sem ég get látið gott af mér leiða og strítt spilurum aðeins í leiðinni (keppnisskapið er aldrei langt undan).

Ég hvet alla til að gefa sér tíma til að leggja til hliðar snjalltæki svo sem síma, leikjatölvur, tölvur og hvað þetta heitir nú allt saman að fara og finna sér einhverja íþrótt við hæfi til að fá hreyfingu í kroppin og ég tala nú ekki um að keppa smá við sig og aðra því það er engu líkt að upplifa sigur og ná árangri og bætingu.

Smá um mig til baka 

Ég var ekki á leiðinni á Ólympíumót þegar ég var 19 ára sprækur sem lækur, fullur af orku og allt að því ofvirkur eða eitthvað, ódauðlegur og ósigrandi. 

En þegar ég slasaði mig 20 ára gamall árið 1994 í mótorhjólaslysi  í Sandgerði og hlaut mænuskaða (sem ég kalla endurfæðingu) út frá háls- og hryggbroti og varð lamaður fyrir neðan brjóst, opnuðust dyr inn í annann heim út frá endurhæfingu á Grensás og Reykjalundi.  Á Reykjalundi kynntist ég borðtennis fyrir fatlaða og þar hófst ferðin. Markmiðið á Reykjalundi var að sigra þjálfarann áður en að ég var útskrifaður og það tókst.

Á árunum 1996 – 2016  náði ég að verða Íslandsmeistari hjá Íþróttasambandi fatlaðra í öllum flokkum í að mig minnir 13 ár í röð, ég náði líka að verða Íslandsmeistari hjá ófötluðum tvö ár í röð 2009 og 2010 og það í 1. flokki karla. 2010 var ég valinn sem íþróttamaður Reykjanesbæjar, íþróttamaður ársins hjá ÍF 2007. Ég fór í margar keppnir erlendis sem telja á þriðja hundrað, ég hef t.d. komið til Búdapest sjö sinnum til keppni, farið á mörg Evrópumót og heimsmeistaramót og svona mætti lengi telja. Það sem stendur þó upp úr er þegar ég komst á Ólympíumót fatlaðra í Grikklandi árið 2004 sem haldið var í Aþenu.

Ég var valinn sem fánaberi Íslands á setningu leikanna og er það tilfinning sem ekki er hægt að toppa, að koma inn á völl sem tekur nálægt 100 þúsund manns, allir hrópandi og kallandi, mamma og pabbi uppí stúku eins og litlir títiprjónahausar. Tilfinningin var óbærilega æðisleg, mig langaði að hlægja, gráta, öskra, syngja og brjálast, stútfullur af stollti fyrir Ísland.

Skilaboð mín til allra er að hreyfing er lífsins nauðsyn           

Kveðja JRK

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2020 - ÍF
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…