Íþróttakennsla í margbreytilegum hópi og sérhæfð þjálfun
Hlaðvörp þriðja árs nema við HÍ
Íþróttasamband fatlaðra hefur um árabil átt öflugt og gott samstarf við skólasamfélagið. Í kynningarmánuði ÍF #AframVeginn hafa þriðja árs nemar við íþróttafræðideild Háskóla Íslands sett saman röð af hlaðvörpum um íþróttir fatlaðra, Paralympics, Special Olympics og sérstaka kynningu á Íþróttasambandi fatlaðra.
Hlaðvörpin eru liður í námskeiðinu „Íþróttakennsla í margbreytilegum hópi og sérhæfð þjálfun.“ Nemar frá Háskóla Íslands og víðar hafa einnig í gegnum tíðina starfað við mótahald ÍF sem liður í námi sínu og þá hafa fjölmargir komið til þjálfunar og eða aðstoðar í fjölmörgum verkefnum sambandsins á innlendum og erlendum vettvangi.
Í þessum öðrum hlaðvarpsþætti sem ber nafnið „Íþróttasamband fatlaðra – kynning“ eru það Rakel, Egill Þorri og Lára sem standa að kynningunni. Vert er að taka fram að þetta eru fyrstu hlaðvarpsþættir sem gerðir hafa verið til kynningar á íþróttum fatlaðra og eru hluti af námi og því má gera ráð fyrir að í þessu frábæra framtaki gætu leynst stöku staðreyndarvillur en hér er vilji og hér er verk og það er allt sem þarf til að halda #ÁframVeginn
Íþróttafræði HÍ – hlaðvarp: Íþróttasamband fatlaðra – kynning