
Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson frá Skíðadeild Víking varð í dag fimmti í stjórsvigi á innanlandsmeistaramóti Liechtenstein í stórsvigi. Hilmar kom í mark á sameiginlega tímanum 1:27,57mín. Sigurvegari dagsins í standandi flokki karla var Frakkinn Arthur Bauchet sem kom í mark á sameiginlega tímanum 1:22,28mín.
Á morgun verður aftur keppt í stórsvigi í Malbun í Liechtenstein en sú keppni verður hluti af Evrópumótaröð IPC.
Hilmar var 44,78 sek. í fyrri ferðinni en sagðist þá hafa verið fremur aftarlega á skíðunum í hallanum en í þeirri síðari var brautin umtalsvert hraðari og Hilmar sjálfur líka er hann kom í mark á 42,79 sek. Aðstæður í Liecthenstein eru nánast eins og best verður á kosið, nóg af vel pökkuðum snjó.
Mynd/ JBÓ: Hilmar Snær í fyrri ferð dagsins í stórsvigi.