Paralympic-dagur Íþróttasambands fatlaðra fór fram í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal þann 19. október síðastliðinn. Þetta var fimmta árið í röð sem ÍF stendur að deginum en hann er stór og skemmtilegur kynningardagur á þeim íþróttum fatlaðra sem stundaðar eru á Íslandi.
Aðildarfélög ÍF, nefndir sambandsins, hagsmunafélög fatlaðra, samstarfsaðilar ÍF og margir fleiri verðskulda innilegar þakkir fyrir sína þátttöku í deginum en þarna kenndi ýmissa grasa. Kynningar fóru m.a. fram á stjaksleðum, handahjólreiðum, hjólastólakappakstri, frjálsum, blindrabolta, fimleikum og nútímafimleikum, keilu, snag-golfi, knattspyrnu, hjólastólakörfuknattleik, borðtennis, bogfimi, skotfimi, lyftingum, skautum og mörgu öðru.
Már Gunnarsson, bronsverðlaunahafi HM í sundi, mætti með hljómsveit sína og tók lagið fyrir gesti sem setti einkar skemmtilegan svip á verkefnið og þá kynnti Toyota-verkefnið „Start Your Impossible“ en þar eru Már Gunnarsson, Arna Sigríður Albertsdóttir, Patrekur Andrés Axelsson og Stefanía Daney Guðmundsdóttir sérlegir sendiherrar.
Íþróttasamband fatlaðra vill þakka öllum enn og aftur fyrir sitt framlag í deginum og óskar þess að viðburðurinn verði til þess fallinn að hvetja alla og sérstaklega einstaklinga úr röðum fatlaðra til þess að stunda virka og góða lýðheilsu hvort sem það er hjá aðildarfélögum fatlaðra eða ófatlaðra. Heilbrigð sál í hraustum líkama!
Stefna sambandsins er að halda þennan viðburð ár hvert, líkt og síðustu fimm ár, og því hvetjum við alla til að fylgjast með í október 2020 og mæta á Paralympic-daginn til að kynna sér allt það sem fötluðum stendur til boða í íþróttum.
-
Ólafur Ólafsson — Kveðja
Jarðarför Ólafs Ólafssonar, formanns íþróttafélagsins Aspar fór fram í kyrrþey föstudaginn… -
Lokahátíð Paralympics á Stade de France í kvöld
Lokahátíð Paralympics fer fram á hinum margfræga Stade de France í kvöld. Þar með lýkur ri… -
Keyrir úr Borgarfirðinum í jazzballettíma hjá Danslistarskóla JSB
„Þegar við fréttum af Jazzballet fyrir fatlaða þá var það aldrei spurning um að próf…
Sækja skyldar greinar
-
Evrópumót Virtus
Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1… -
Evrópuleikar ungmenna
Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin… -
Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu
Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
-
Snemmtæk íhlutun er forvarnarverkefni sem styrkir börn til framtíðar
Kynningardagur YAP (Young Athlete Project) var á Vestfjörðum 19. nóvember 2019. YAP-verkef… -
Nýr Stjörnuflokkur hjá DSÍ
Á stjórnarfundi Dansíþróttasambands Íslands þann 23. október síðastliðinn var samþykkt að … -
Kynning á áhugaverðum bæklingi um þroska barnsins
Sex stofnanir frá Íslandi, Ungverjalandi, Rúmeníu og Slóvakíu mynduðu samstarf og settu á …
Load More In 2. tbl 2019
Comments are closed.
Skoðaðu einnig
Evrópumót Virtus
Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…