Í dag er eitt ár þangað til Paralympics í Tokyo í Japan fara fram en leikarnir eru dagsettir 24. ágúst til 5. september 2021. Eins og flestum er kunnugt varð að fresta leikunum vegna heimsfaraldurs COVID-19.
Sökum frestunar leikanna hefur IPC m.a. sett í notkun myllumerkið #WaitForTheGreats sem er vísun í að sökum frestunar muni afreksíþróttafólkið og allur almenningur þurfa að hinkra örlítið lengur uns stærsta afreksíþróttamót fatlaðra í heiminum geti farið fram.