Keppni er hafin á heimsmótaröð Alþjóða Ólympíuhreyfingar fatlaðra í frjálsum Í Dubai. Ísland er með þrjá keppendur við mótið en í gær setti Ingeborg Eide Garðarsdóttir nýtt persónulegt met í kúluvarpi í flokki F37 (hreyfihamlaðir). Ingeborg náði þá í fyrstu tilraun að varpa kúlunni 9,01 meter sem reyndist hennar lengsta kast í seríunni. Kúluvarpssería Ingeborgar: 9,01 – 8,45 – 8,53 …