Heim 1. tbl 2023 Snævar Örn Kristmannsson, ÍFR, hlaut Sjómannabikarinn 2023

Snævar Örn Kristmannsson, ÍFR, hlaut Sjómannabikarinn 2023

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Snævar Örn Kristmannsson, ÍFR, hlaut Sjómannabikarinn 2023
0
864

Nýárssundmót faltlaðra barna og ungmenna fór fram í Laugardalslaug, þann 7. janúar og er þetta í 38 skiptið sem mótið er haldið. Vegna Covid19 hefur verið hlé á mótinu frá 2020. 

Þarna keppa börn 16 ára og yngri með mismunandi fötlun og aðalverðlaun mótsins er Sjómannabikarinn sem veittur er fyrir besta afrek mótsins. Stig eru reiknuð út frá árangri miðað við skráð heimsmet IPC í hverjum fötlunarflokki.

Keppt er í 50 m greinum, flugsund, skriðsund, baksund, bringusund og frjáls aðferð. Sérstakur flokkur er fyrir yngri börn og þau sem eru að stíga sín fyrstu skref í keppni og þar er keppt í 25 m grein, frjálsri aðferð.  Margir nota þar kúta eða korka eða jafnvel hafa með sér þjálfara eða aðstoðarfólk, sér til halds og trausts.   Allir fá sérstakan þátttökupening auk þess sem verðlaun eru veitt fyrir hverja grein.

Það var hinn magnaði sundmaður, Snævar Örn Krismannsson, ÍFR sem fékk afhentan Sjómannabikarinn í lok móts en það var heiðursgestur mótsins, Willum Þór Þórsson, sem afhenti bikarinn og önnur verðlaun.

Snævar Örn keppti í flokki S15 og fékk 367 stig fyrir 50 m flugsund. 

Til hamingju Snævar Örn

Á myndinni eru f.v. Willum  Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, Snævar Örn Kristmannsson og Þórður Árni Hjaltested, formaður ÍF

Sækja skyldar greinar
Load More By Anna Karólína Vilhjálmsdóttir
Load More In 1. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Ólafur Ólafsson — Kveðja

Jarðarför Ólafs Ólafssonar, formanns íþróttafélagsins Aspar fór fram í kyrrþey föstudaginn…