Heim 1. tbl 2023 Ingeborg fjórða með nýtt persónulegt met

Ingeborg fjórða með nýtt persónulegt met

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Ingeborg fjórða með nýtt persónulegt met
0
988

Keppni er hafin á heimsmótaröð Alþjóða Ólympíuhreyfingar fatlaðra í frjálsum Í Dubai. Ísland er með þrjá keppendur við mótið en í gær setti Ingeborg Eide Garðarsdóttir nýtt persónulegt met í kúluvarpi í flokki F37 (hreyfihamlaðir).

Ingeborg náði þá í fyrstu tilraun að varpa kúlunni 9,01 meter sem reyndist hennar lengsta kast í seríunni. Kúluvarpssería Ingeborgar:

9,01 – 8,45 – 8,53 – 8,43 – 7,73 – 8,71

Ingeborg nálgast nú hratt Íslandsmetið í greininni en það er í eigu Bergrúnar Óskar Aðalsteinsdóttur sem varpaði kúlunni 9,56 metra á Paralympics í Tokyo 2021.

Hin kínverska Li Yngli hafði sigur í kúluvarpinu í flokki F37 en hún varpaði kúlunni lengst 12,65 m.

Í dag kl. 12.00 að íslenskum tíma er það svo Patrekur Andrés Axelsson sem keppir í 100m hlaupi í flokki T11 (blindir) en meðhlaupari Patreks í keppninni er Trausti Stefánsson. Hægt er að fylgjast með keppni dagsins í beinni á Youtube:

Mynd/ Ingeborg Eide að lokinni keppni í Dubai í gær.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Afturelding af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“

Ungmennafélagið Afturelding hefur farið af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“ sem er…