Heim 1. tbl 2023 Ingeborg fjórða með nýtt persónulegt met

Ingeborg fjórða með nýtt persónulegt met

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Ingeborg fjórða með nýtt persónulegt met
0
818

Keppni er hafin á heimsmótaröð Alþjóða Ólympíuhreyfingar fatlaðra í frjálsum Í Dubai. Ísland er með þrjá keppendur við mótið en í gær setti Ingeborg Eide Garðarsdóttir nýtt persónulegt met í kúluvarpi í flokki F37 (hreyfihamlaðir).

Ingeborg náði þá í fyrstu tilraun að varpa kúlunni 9,01 meter sem reyndist hennar lengsta kast í seríunni. Kúluvarpssería Ingeborgar:

9,01 – 8,45 – 8,53 – 8,43 – 7,73 – 8,71

Ingeborg nálgast nú hratt Íslandsmetið í greininni en það er í eigu Bergrúnar Óskar Aðalsteinsdóttur sem varpaði kúlunni 9,56 metra á Paralympics í Tokyo 2021.

Hin kínverska Li Yngli hafði sigur í kúluvarpinu í flokki F37 en hún varpaði kúlunni lengst 12,65 m.

Í dag kl. 12.00 að íslenskum tíma er það svo Patrekur Andrés Axelsson sem keppir í 100m hlaupi í flokki T11 (blindir) en meðhlaupari Patreks í keppninni er Trausti Stefánsson. Hægt er að fylgjast með keppni dagsins í beinni á Youtube:

Mynd/ Ingeborg Eide að lokinni keppni í Dubai í gær.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Hákon tvöfaldur Íslandsmeistari: Vova og Agnar unnu í tvíliðaleik

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í borðtennis fór fram í Hátúni í Reykjavík laugardagin…