Heim 1. tbl 2023 Þrjú á leið til Dubai á heimsmótaröð IPC

Þrjú á leið til Dubai á heimsmótaröð IPC

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Þrjú á leið til Dubai á heimsmótaröð IPC
0
1,181

Frjálsíþróttafólkið Patrekur Andrés Axelsson, Stefanía Daney Guðmundsdóttir og Ingeborg Eide Garðarsdóttir eru öll á leið til Dubai í þessari viku til þess að taka þátt í Grand Prix mótaröð IPC (Alþjóðaólympíuhreyfing fatlaðra). Keppnisdagar eru 26. febrúar – 1. mars.

Baráttan fyrir lágmörkum inn á Paralympics í París 2024 er þegar hafin og þátttaka í heimsmótaröðum mikilvægur liður í þeirri vegferð. Kári Jónsson landsliðsþjálfari fer fyrir hópnum en með honum í för verða Trausti Stefánsson aðstoðarhlaupari, Melkorka Rán Hafliðadóttir þjálfari og Kristjana Kjartansdóttir nuddari.

Þetta sumarið verður heimsmeistaramótið í París sem er hápunktur afreksfólks í frjálsum þetta sumarið. Sumarið 2024 verður svo Evrópumeistaramót og að því loknu sjálfir Paralympics í París. Við sendum íslenska hópnum baráttukveðjur til Dubai.

Mynd/ JBÓ: Spretthlauparinn Patrekur Andrés Axelsson keppir fyrir Íslands hönd í Dubai á næstu dögum.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Afturelding af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“

Ungmennafélagið Afturelding hefur farið af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“ sem er…