Heim 1. tbl 2023 Bogfimikynning 11. og 12. febrúar í Hátúni

Bogfimikynning 11. og 12. febrúar í Hátúni

3 min read
Slökkt á athugasemdum við Bogfimikynning 11. og 12. febrúar í Hátúni
0
1,500

Nú er tækifærið til að kynnast bogfimi!

Næstu helgi 11.-12. febrúar verður bogfimikynning í íþróttahúsi ÍFR í Hátúni í Reykjavík. Kynningin er í samstarfi Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík og bogfimimannsins Þorsteins Halldórssonar. Allir velkomnir og kynningin er áhugasömum að kostnaðarlausu.

Hér á landi eru staddir góðir gestir sem æfa með Þorsteini um þessar mundir en þar má helstan nefna Slóvakann Marcel Pavlik sem er fyrrum Evrópumeistari og verðlaunahafi á heimsmeistaramótum í greininni. Þorsteinn og Marcel eru hinir mestu mátar og hafa æft stíft saman undanfarna daga í undirbúningi sínum fyrir Paralympics í París. Einnig hafa þeir mæst margoft á stórmótum í bogfimi um víða veröld. Báðir kepptu þeir t.d. á Paralympics í Ríó de Janeiro árið 2016 en það ár varð Þorsteinn fyrstur Íslendinga til þess að komast á Paralympics í bogfimi.

Þá er einnig hér með Þorsteini og Marcel hin pólska Keseniya Markitantova sem upprunalega er frá Úkraínu en keppir nú fyrir Pólland. Hún er einnig þaulreynd bogfimikona og hafnaði m.a. 9. sæti á Paralympics í Ríó de Janeiro 2016.

Bogfimikynningin verður í Hátúni 14 í Reykjavík laugardaginn 11. febrúar frá kl. 16.00-18.00 og á sunnudaginn 12. febrúar frá kl. 13.00-15.00. Ekki þarf að örvænta þó áhugasamir eigi ekki boga eða örvar því öllum verður gert kleyft að kynnast íþróttinni á staðnum undir handleiðslu Þorsteins, Marcels og Keseniyu ásamt Þresti Steinþórssyni ÍFR.

Önnur kynning verður einnig helgina 18. og 19. febrúar og þá á sömu tímum og þessa helgi.

Mynd/ Þorsteinn, Marcel og Kesniya við æfingar í Miðgarði í Garðabæ.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Afturelding af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“

Ungmennafélagið Afturelding hefur farið af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“ sem er…