Heim 1. tbl 2023 Aníta og Stefanía í góðu formi þessa dagana

Aníta og Stefanía í góðu formi þessa dagana

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Aníta og Stefanía í góðu formi þessa dagana
0
915

Frjálsíþróttakonurnar Aníta Ósk Hrafnsdóttir og Stefanía Daney Guðmundsdóttir virðast vera í öflugu formi þessa dagana. Báðar settu þær ný Íslandsmet á dögunum en Aníta og Stefanía keppa í flokki T/F 20 (flokkur fólks með þroskahamlanir).

Aníta hljóp 1500m innanhúss á Nike-mótaröðinni í Kaplakrika þar sem hún kom í mark á tímanum 7:02.36 mín. en fyrra metið átti hún sjálf sem var 7:27.54 mín. Sannarlega fjallmyndarleg bæting hjá Anítu sem keppir fyrir Íþróttafélagið Fjörð.

Stefanía bætti tvö Íslandsmet á Stórmóti ÍR í janúarmánuði þegar hún stökk 5,03m í langstökki og hljóp svo 60m hlaup á 8.52 sek. sem bæði eru Íslandsmet. Árið 2023 fer því vel af stað hjá frjálsíþróttafólki sem þegar hefur sett þrjú ný Íslandsmet – vel gert!

Mynd/ – Aníta Ósk í Kaplakrika skömmu eftir að hafa stórbætt sitt eigið Íslandsmet.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Helgi Þór hlaut Hvataverðlaun ÍF 2024

Helgi Þór Gunnarsson formaður borðtennisnefndar ÍF hlýtur Hvataverðlaunin 2024. Verðlaunin…