Heim 1. tbl 2023 Aníta og Stefanía í góðu formi þessa dagana

Aníta og Stefanía í góðu formi þessa dagana

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Aníta og Stefanía í góðu formi þessa dagana
0
746

Frjálsíþróttakonurnar Aníta Ósk Hrafnsdóttir og Stefanía Daney Guðmundsdóttir virðast vera í öflugu formi þessa dagana. Báðar settu þær ný Íslandsmet á dögunum en Aníta og Stefanía keppa í flokki T/F 20 (flokkur fólks með þroskahamlanir).

Aníta hljóp 1500m innanhúss á Nike-mótaröðinni í Kaplakrika þar sem hún kom í mark á tímanum 7:02.36 mín. en fyrra metið átti hún sjálf sem var 7:27.54 mín. Sannarlega fjallmyndarleg bæting hjá Anítu sem keppir fyrir Íþróttafélagið Fjörð.

Stefanía bætti tvö Íslandsmet á Stórmóti ÍR í janúarmánuði þegar hún stökk 5,03m í langstökki og hljóp svo 60m hlaup á 8.52 sek. sem bæði eru Íslandsmet. Árið 2023 fer því vel af stað hjá frjálsíþróttafólki sem þegar hefur sett þrjú ný Íslandsmet – vel gert!

Mynd/ – Aníta Ósk í Kaplakrika skömmu eftir að hafa stórbætt sitt eigið Íslandsmet.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Bocciaveisla á Akureyri

Nýverið fóru Íslandsmót og Hængsmót í boccia fram saman á Akureyri en tilefni fyrir þessu …