
Hjólreiðakonan Arna Sigríður Albertsdóttir var um helgina útnefnd hjólreiðakona Íslands á lokahófi Hjólreiðasambandsins. Arna varð í septembermánuði fyrst íslenskra kvenna til þess að keppa á Paralympics í handahjólreiðum.
Á Facebook-síðunni Arna Albertsdóttir handcyclist segir Arna að útnefningin hafi komið henni skemmtilega á óvart og að enn megi víða gera betur svo íþróttaiðkun hreyfihamlaðra verði almennari og auðveldari.
Sjá færslu Örnu hér.