Nú eru hafnar æfingar fyrir börn með sérþarfir, á aldrinum 4-10 ára, hjá Fimleikadeild Keflavíkur. Fram að þessu var Gerpla eina íþróttafélagið sem þessu sinnti.
Foreldri barns með einhverfu nálgaðist nýverið Lindu Hín Heiðarsdóttur, formann Fimleikadeildar Keflavíkur og spurði hana hvort hún gæti leigt salinn fyrir einhverf börn svo þau gætu sinnt æfingum og leik, upp úr því hófust reglulegar æfingar, en eins og gerist með góðar hugmyndir þá stækkaði verkefnið, eins og oft gerist þegar fólk fær góðar hugmyndir og leikgleðin ræður för.
Á síðu Fimleikasambands Íslands, má lesa um þessa frábæru þróun í Reykjanesbæ
Við tökum ofan fyrir Lindu og Reykjanesbæ og hlökkum til að fylgjast með starfinu.