Heim 1. tbl 2022 Þorsteinn níundi á European Para Archery Championships

Þorsteinn níundi á European Para Archery Championships

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Þorsteinn níundi á European Para Archery Championships
1
763

Bogfimimaðurinn Þorsteinn Halldórsson hafnaði í 9. sæti á European Para Archery Championships sem nú stendur yfir í Róm á Ítalíu. Þorsteinn hefur verið á miklu skriði í sumar og klifrar nú jafnt og þétt upp heimslistann.

Þorsteinn keppti í opnum flokki karla í compound eða trissuboga og í 16 manna úrslitum lagði hann Svisslendinginn Hértier Pascal að velli 141-139. Í átta manna úrslitum varð Þorsteinn svo að fella sig við nauman 142-145 ósigur gegn Úkraínumanninum Atamenenko Serhiy. Stigaskor Þorsteins dugði honum í níunda sæti mótsins.

Mynd/ Þorsteinn fyrir miðju á EM í Róm

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl 2022
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Glæsilegt ÍM25 að baki í Ásvallalaug: Snævar með fyrstu metin í S15

Íslands- og unglingarmeistaramótið í 25m laug fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði um síða…