Sunnudaginn 30. maí fóru Íslandsleikar SO í fimleikum fram. Mótið gekk framar vonum og mátti ekki sjá að fimleikakrakkarnir hafi verið í mikillri pásu sökum Covid.
Mótið fór fram í húsakynnum Fjölnis og var gríðarleg stemmning í húsinu þegar fimleikafólkið okkar sýndi listir sínar. Mótaumgjörðin var einnig frábær og á Fjölnir skilið gott lof fyrir það. Keppnin hefur aldrei verið jafn jöfn karlameginn og mátti litlu muna á milli einstaklinga í einkunnargjöf.
Íslandsmeistarar voru þau Elva Björg Gunnarsdóttir og Magnús Orri Arnarson. Önnur úrslit voru eftirfrandi:
Karlaflokkur yngri
1. sæti – Magnús Orri Arnarson
2. sæti – Tómas Örn Rúnarsson
3. sæti – Unnar Ingi Ingólfsson
Karlaflokkur eldri
1. sæti – Birkir Eiðsson og Davíð Þór Torfason
3. sæti – Jóhann Fannar Kristjánsson
Kvennaflokkur
1. sæti – Elva Björg Gunnarsdóttir
Viðurkenning í Almennu þrepi
Arna Ýr Jónsdóttir og Hringur Úlfarsson
Það verður mjög spennandi að fylgjast með krökkunum á næsta mótatímabili þegar þau hafa fengið að æfa án hléa.