Heim Áfram veginn Börnin okkar og íþróttir

Börnin okkar og íþróttir

5 min read
Slökkt á athugasemdum við Börnin okkar og íþróttir
0
1,164

Við sem foreldrar eru líklegast oft ansi skökk á færni barna okkar og mótlætaþol þeirra. Ég er farinn að halda að fjöldi barna eða fagþekking geri mann ekkert endilega minna skakkan. Ég er orðinn fimm barna faðir og sem sálfræðingur vanur vinnu með börnum og afreksíþróttafólki. 

Ég er alveg rammskakkur á færni barna minna og mótlætlaþol. Á meðal okkar sálfræðinga er stundum rætt um kærleikshringinn eða verndargildruna. Þar sem við elskum börnin okkar og viljum þeim allt það besta, þá erum við líklegri en ella að vernda þau um of og taka af þeim tækifæri til færniaukningar þegar reynir á. Eðlilega, þar sem við elskum þau og viljum ekki að þau meiði sig eða upplifi sársauka. En listin liggur þó í því að verða ekki þroskaþjófar. Að grípa of snemma inn í og leyfa þeim ekki að fara í gegnum þau óþægindi sem fylgja flestri færniaukningu. Sama hver færniaukningin er og hvort sem hún tengist íþróttunum beint eða ekki.

Í vinnu minni með afrekshópi Íþróttasambands fatlaðra verð ég ítrekað yfir mig hrifinn af færniaukningu okkar öflugasta íþróttafólks og mér hefur verið tíðrætt um mótlætaþol þessa hóps. Hvað álagið hefur oft verið mikið, óttinn oft yfirþyrmandi og sársaukinn næstum óbærilegur. Í þessari sömu vinnu verð ég líka yfir mig hrifinn að aðkomu foreldra þessara einstaklinga og hvernig þau hafa stutt við börnin sín. Stutt þau í gegnum óttann, álagið og sársaukann. Það er sérstaklega áhrifaríkt þegar við skoðum það út frá kærleikshringnum. Ég er nefnilega nokkuð viss um að þau hafa örugglega oft viljað vernda börnin sín frá álaginu, gerast svolitlir þroskaþjófar og vefja þau inn í bómul. En gerðu það ekki heldur fóru með þeim í gegnum álagstímana. 

Þessi litli pistill er því skrifaður til ykkar. Foreldranna sem styðja við bakið á börnunum sínum og leyfa þeim að prófa, aftur og aftur og aftur. Það er nefnilega ekkert auðvelt að grípa ekki inn í. 

Samtímis hvet ég alla foreldra að leyfa börnunum ykkar að prófa og prófa svo svolítið meira. Að gerast ekki þroskaþjófar og styðja þau í færniaukningunni, hver sem hún er. 

Sjáumst svo á æfingu, 

Erlendur Egilsson, sálfræðingur

*Erlendur er hluti af fagteymi ÍF og hefur unnið með fremsta íþróttafólki sambandsins síðustu árin. Fagteymi ÍF er sambandinu afar þýðingarmikil eining í afreksstarfinu öllu, hérlendis sem erlendis en í fagteyminu gefur að líta lækna, sálfræðinga, sjúkraþjálfa, nuddara, næringarfræðinga og fleiri sem koma að því að afreksfólk úr röðum fatlaðra geti hámarkað árangur sinn. 

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In Áfram veginn
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…