Heim 1. tbl 2020 Hrós dagsins

Hrós dagsins

3 min read
Slökkt á athugasemdum við Hrós dagsins
0
1,812

Hrós dagsins fá Urriðaholtsskóli og leikskólinn Jötunheimar Selfossi fyrir áherslu á markvissa hreyfiþjálfun

Urriðaholtsskóli hefur sýnt mikinn áhuga á innleiðingu YAP verkefnisins sem byggir á markvissri hreyfiþjálfun barna með frávik en hentar fyrir öll börn. Í Urriðaholtsskóla hefur YAP verkefnið verið aðlagað hreyfiþjálfun sem fyrir var en mikill áhugi er hjá stjórnendum að nýta verkfærakistu YAP verkefnisins. Í haust mun Þorgerður Kristín Guðmundsdóttir, iðjuþjálfi. vera  umsjónaraðili innleiðingar YAP hjá Urriðaholtsskóla og þróa verkefnið enn frekar. . 

Leikskólinn Jötunheimar, Selfossi hefur ráðið Sigurlín Jónu Baldursdóttur til að sjá um hreyfiþjálfun í leikskólanum. Hún býr yfir gríðarlegri reynslu sem íþróttakennari við Klettaskóla og fimleikaþjálfari ungmenna með frávik. 

Kynning og innleiðing YAP á Íslandi mun halda áfram í haust og leikskólar sem sýna áhuga á samstarfi fá ráðgjöf og aðstoð til að þróa verkefnið áfram. Rannsóknir hafa sýnt að markviss hreyfiþjálfun, ekki síst snemmtæk íhlutun á því sviði hefur haft mikil áhrif, ekki aðeins á líkamlega færni heldur aðra þætti sem tengjast námi, félagsfærni og daglegu lífi.

Vonandi rennur upp sá tími að öll börn fái markvissa hreyfiþjálfun í leikskólum, sama hvar á landi þau búa eða hvaða leikskóla þau velja.

ÍF og Special Olympics á Íslandi fagna áherslu leikskólanna tveggja á markvissa árangursmiðaða hreyfiþjálfun og það verður áhugavert að fylgjast með þeirra starfi  

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2020
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…