Heim 1. tbl 2020 Paralympics frestað til 24. ágúst 2021

Paralympics frestað til 24. ágúst 2021

3 min read
Slökkt á athugasemdum við Paralympics frestað til 24. ágúst 2021
0
750

Ólympíuleikunum og Paralympics sem fara áttu fram í Tokyo í sumar var frestað til ársins 2021 vegna COVID19 faraldursins. Þegar ljóst var í hvað stefndi kom sú ákvörðun ekki á óvart en Alþjóðaólympíuhreyfingin beið þó nokkuð lengi með niðurstöðuna. Er þetta því í fyrsta sinn á friðartímum sem Ólympíuleikum og Paralympics er slegið á frest. Nýr tími fyrir Paralympics verður 24.ágúst – 5. september 2021.

Eins og gefur að skilja er það ekki lítið mál að fresta viðlíka viðburði en undirbúningur fyrir Ólympíuleikana og Paralympics í Tokyo 2020 hefur staðið yfir í um það bil sjö ár. Þegar þetta er ritað stendur yfir gríðarleg endurskipulagning í öllu ferlinu hjá heimamönnum í Japan, IOC, IPC, þjóðlöndum, íþróttafólki, þjálfurum og í raun öllum sem kunna að koma að þessu risavaxna verkefni með einum eða öðrum hætti.

Fyrir frestun leikanna var ljóst að íslenskt afreksfólk úr röðum fatlaðra höfðu áunnið Íslandi nokkur sæti á Paralympics í Tokyo en nú verður enn frekari bið á því hverjir hreppi sætin og hvort einhverjum takist að fjölga þátttökusætum fyrir Íslands hönd. Það má því í raun segja að undirbúningstími margra fyrir Paralympics 2021 hafi lengst um heilt ár.

Eins verður það heljarinnar verkefni fyrir heimamenn að greiða úr miða-, hótel-, og samgöngumálum og þá er frestunin einnig háð því að vel gangi að kveða niður COVID19 faraldurinn. Af þessum sökum er ekki hægt að segja að nokkuð sé fast í hendi með Ólympíuleikana og Paralympics að svo stöddu annað en að búið sé að velja nýja dagsetningar og vonast sé til að þjóðir heimsins nái öflugum árangri í því að kveða niður veiruna.

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2020
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…