Heim 2. tbl 2021 Vetrar Paralympics settir í Kína

Vetrar Paralympics settir í Kína

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Vetrar Paralympics settir í Kína
0
698

Í dag fór fram opnunarhátíð Vetrar Paralympics í höfuðborg Kína, Peking. Hilmar Snær Örvarsson var fánaberi Íslands sem var tólfta landið í innmarseringarröðinni. Þetta eru aðrir leikar Hilmars á ferlinum sem tók þátt í sínum fyrstu árið 2018 og hefur í bæði skiptin verið eini fulltrúi Íslands og fánaberi á leikunum. 

Eins og við mátti búast var setningarathöfnin mikið sjónarspil þar sem fjöldi afreksmanna úr röðum fatlaðra frá Kína tók þátt í athöfninni. Andrew Parsons forseti IPC sagði m.a. í ræðu sinni við hátíðina að 21. öldin væri tími samræðu og háttvísi, ekki stríðs og haturs og að friðarsáttmáli Ólympíuleikanna og Paralympics sem samþykktur var af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna yrði að virða.

Með setningarathöfninni í kvöld varð Peking fyrsta borg heimsins til þess að halda bæði Sumar- og vetrarleika en setningarhátíðin fór fram í Fuglshreiðrinu margfræga. Þrjár þjóðir taka nú þátt í sínum fyrstu leikum en það eru Aserbaídjan, Ísrael og Púertó Ríkó. 


Á morgun 5. mars hefst svo keppni þar sem keppt verður í alpagreinum, skíðaskotfimi, íshokký og hjólastóla-krullu. Hilmar Snær Örvarsson skíðamaður frá Víkingi keppir í stórsvigi 10. mars og í svigi 12. mars en íslenski hópurinn er svo væntanlegur aftur heim þann 15. mars.

Hér má sjá ræðu Andrew Parsons við setningarathöfnina í dag
Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Afturelding af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“

Ungmennafélagið Afturelding hefur farið af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“ sem er…