Heim 2. tbl 2021 Skíðasvæðin í Kutai í uppáhaldi 

Skíðasvæðin í Kutai í uppáhaldi 

3 min read
Slökkt á athugasemdum við Skíðasvæðin í Kutai í uppáhaldi 
0
1,176

Í nótt keppir Hilmar Snær Örvarsson í sinni fyrstu grein á Vetrar Paralympics í Peking. Hilmar verður þá á meðal keppenda í standandi flokki í stórsvigi en hin greinin hans og jafnframt sú sterkasta er svig. Keppnin hjá Hilmari í stórsvigi hefst kl. 08.30 að staðartíma 10. mars en þá verður klukkan 00.30 að staðartíma 9. mars heima á Íslandi. 

Hvatisport.is tók hús á Hilmari úti í Kína og við lögðum bara fyrir hann lauflétta spurningarunu, kynnumst aðeins betur Hilmari Snæ Örvarssyni: 

Nafn: Hilmar Snær Örvarsson 

Aldur: 21 árs  

Hjúskaparstaða: Taken 

Menntun/starf: Búinn með stúdentinn og er á öðru ári í læknisfræðilegri verkfræði í Háskóla Íslands  

Íþróttir: Skíði, golf og crossfit 

Félag: Skíðadeild Víkings  

Hvenær byrjaðir þú að æfa skíði: Desember 2010  

Besta minningin af skíðaferlinum: Vinna heimsbikarmótið í Zagreb 2020. 

Besti skíðamaður allra tíma: Marcel Hirscher  

Besta skíðakona allra tíma: Mikaela Shiffrin 

Hvort er skemmtilegra, stórsvig eða svig, af hverju: Svig allann daginn. Af því að sú grein hentar betur einfættum skíðamanni og svo er það bara skemmtilegri greinin sama hvað aðrir segja.

Hvernig finnst þér skíðaaðstæðurnar á Paralympics: Mjög flottar brekkur og snjórinn mjög góður.  

Hvað er svo í framtíðinni fyrir Hilmar Snæ: Hafa gaman og njóta lífsins. 

Uppáhalds leikari: Ryan Reynolds 

Uppáhalds leikkona: Meghan Markle 

Uppáhalds matur: Sushi 

Uppáhalds matsölustaður: Sushi Social
Uppáhalds staður á Íslandi: Bláfjöll
Uppáhalds staður erlendis: Skíðasvæðið í Kutai 

Bíó eða leikhús: Bíó 

Samsung eða iPhone: iPhone 

Blue Lagoon eða Sky Lagoon: Blue Lagoon 

Heimasíða Beijing 2022 Winter Paralympics 

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Íslensk Getspá og ÍF framlengja samstarfinu

Nýlega endurnýjuðu Íslensk Getspá og Íþróttasamband fatlaðra samstarfssamning varðandi stu…