Heim Áfram veginn Úr nægu að velja!

Úr nægu að velja!

6 min read
Slökkt á athugasemdum við Úr nægu að velja!
0
1,074

UM FÉLAGIÐ
Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík var stofnað 30. maí 1974. Félagið var það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Markmið félagsins er að gera fötluðu fólki kleift að stunda íþróttir til æfingar og keppni. Félagið var einn af stofnaðilum Íþróttasambands fatlaðra árið 1979 og er stærsta aðildarfélag þess. Árið 1990 tók félagið í notkun eigið íþróttahús að Hátúni 14 og fer meginhluti starfseminnar fram þar.

Boccia
Boccia er sú íþróttagrein sem hvað flestir fatlaðir stunda hér á landi. Þetta er vinsælasta íþróttagrein innan ÍFR. Boccia gengur í stuttu máli út á það að leikið er með 6 boltum. Þeir eru hafðir í sitthvorum lit t.d. þrír bláir og þrír rauðir. Síðan er einn aukabolti hvítur. Hvíta boltanum er fyrst kastað fram á völlinn og síðan er markmiðið að hitta sem næst honum með hinum boltunum. Það lið sem hefur fleiri bolta nær þeim hvíta hlýtur flest stig.

Bogfimi
Bogfimi hefur verið stunduð innan ÍFR frá því að félagið hóf starfsemi sína. Bæði ófatlað fólk og fatlað stundar þessa grein hjá félaginu. Greinin er bæði stunduð innanhúss og utanhúss hér á landi. Innhúss er skotið af 18 metra færi. Í utanhúss keppni er hinsvegar skotið af 30, 50, 70 og 90 metra færi.
Þann 30. maí 2014 var tekin í notkun utanhúss bogfimivöllur við íþróttahús félagsins þar er 50 metra löng skotbraut.
Félagið gengst reglulega fyrir námskeiðum nokkrum sinnum á ári.

Borðtennis
Borðtennis hefur verið æft hjá félaginu frá stofnun þess. Íþróttin hefur átt miklum vinsældum að fagna jafnt hjá þeim eldri sem yngri.Í borðtennis er keppt í flokki standandi og sitjandi.

Frjálsar íþróttir
Frjálsar íþróttir hafa verið stundaðar hjá félaginu lengi. Mjög góður árangur hefur náðst í greininni í keppnum erlendis.

Frjálsíþróttaæfingar  fyrir fatlaða  – 14 ára og eldri

Æft verður í Frjálsíþróttahöllinni  þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17.30 og laugardaga kl. 12.00

Lyftingar
Lyftingar hafa verið stundaðar innan Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík frá stofnun félagsins. Hér á árum áður voru lyftingar ein öflugasta grein innan félagsins og árangur á mótum erlendis mjög góður. Eftir nokkra lægð er íþróttin að sækja í sig veðrið aftur. Vonandi eiga lyftingamenn hjá félaginu eftir að hefja greinina upp á þann stall sem hún áður var. Í dag æfa að staðaldri tíu til fimmtán einstaklingar.

Sund
Sundið er ein af elstu greinum félagsins. Sundmenn ÍFR hafa frá upphafi verið mjög sigursælir á alþjóðlegum mótum og hefur ÍFR átt keppendur í sundi á fjölda Norðurlanda- Evrópu- Heimsmeistara- og Olympíumótum fatlaðra. Innan raða ÍFR eru 3 heimsmethafar og 2 fyrrum heimsmethafar. Í sundi er keppt í tíu flokkum hreyfihamlaðra, þrem flokkum blindra og sjónskertra og einum flokki þroskaheftra. Keppt er í fjórum greinum í sundi þ.e. flugsundi, baksundi, bringusundi og skriðsundi (frjáls aðferð) og svo er fjórsund þar sem synt er ein vegalengd á hverju sundi. Einnig bjóðum við upp á sundskóla fyrir börn á aldrinum 5-10 ára

Íþróttaskóli
Íþróttaskólinn er starfandi í sept. til des. og febr. til apríl Börn og unglingar eru dugleg við að sækja þessa tíma.
Æfingar eru á laugardögum kl.11:00 – 12.00

Smelltu hér til að skoða síðu ÍFR

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In Áfram veginn
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…