Heim 2. tbl 2021 Tvö úr Paralympics-hópnum synda á RIG um helgina

Tvö úr Paralympics-hópnum synda á RIG um helgina

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Tvö úr Paralympics-hópnum synda á RIG um helgina
0
572

Reykjavík International Games hefjast í dag og þessa helgina fer sundkeppnin fram í Laugardalslaug. Mótið verður með alþjóðlegu keppnisleyfi fyrir sundfólk úr röðum fatlaðra en þau Róbert Ísak Jónsson og Thelma Björg Björnsdóttir verða á meðal keppenda á mótinu. Róbert og Thelma áttu virkilega sterka keppni í Tokyo á Paralympics á síðasta ári þar sem bæði börðu sér leið inn í úrslitasund í sínum greinum.

RIG þetta árið verður fleiri fjöðrum skreytt en fjórir Ólympíufarar og verðlaunahafar frá alþjóðlegum stórmótum eru skráðir til leiks. Nánar um góðu gestina í frétt á heimasíðu Sundsambandsins.

Hér er hægt að sjá keppnisdagskrá helgarinnar.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Glæsilegt ÍM25 að baki í Ásvallalaug: Snævar með fyrstu metin í S15

Íslands- og unglingarmeistaramótið í 25m laug fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði um síða…