Heim 2. tbl 2021 Hilmar Snær fimmti á heimsmeistaramótinu!

Hilmar Snær fimmti á heimsmeistaramótinu!

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Hilmar Snær fimmti á heimsmeistaramótinu!
0
850

Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson frá skíðadeild Víkings varð í dag fimmti í svigi á Heimsmeistaramóti IPC í Lillehammer. Magnaður árangur hjá Garðbæingnum sem var níundi eftir fyrri ferð dagsins en barði sér leið upp í 5. sæti í seinni ferðinni.

Hilmar lauk því keppni á Heimsmeistaramótinu í 21. sæti í stórsvigi og 5. sæti í svigkeppninni. Standandi flokkur Hilmars á mótinu taldi um það bil 40 keppendur þar sem allir fremstu skíðamenn heims voru mættir til leiks í lokaundirbúningi fyrir Vetrar Paralympics sem fram fara í Kína í marsmánuði. 

Þórður Georg Hjörleifsson annar tveggja þjálfara Hilmars var að vonum ánægður með sinn mann í dag. „Hilmar átti gríðarlega góða seinni ferð í dag, sér í lagi í efri parti brautarinnar. Hann var alveg geggjaður en nokkur munur var á brautinni í fyrri og seinni ferð og má segja að brautin í seinni ferðinni hafi hentað honum vel sem skíðamanni. Nú tekur við undirbúningur fyrir Vetrar Paralympics og það verður ekki síður spennandi keppni þar á ferðinni,” sagði Þórður Georg sem þjálfar Hilmar ásamt Marko Spoljaric.

Myndir/ JBÓ – Það var glatt á hjalla í Lillehammer í dag þegar Hilmar Snær hafnaði í 5. sæti í svigkeppninni

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Helgi Þór hlaut Hvataverðlaun ÍF 2024

Helgi Þór Gunnarsson formaður borðtennisnefndar ÍF hlýtur Hvataverðlaunin 2024. Verðlaunin…