Heim 2. tbl 2021 Hilmar Snær fimmti á heimsmeistaramótinu!

Hilmar Snær fimmti á heimsmeistaramótinu!

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Hilmar Snær fimmti á heimsmeistaramótinu!
0
632

Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson frá skíðadeild Víkings varð í dag fimmti í svigi á Heimsmeistaramóti IPC í Lillehammer. Magnaður árangur hjá Garðbæingnum sem var níundi eftir fyrri ferð dagsins en barði sér leið upp í 5. sæti í seinni ferðinni.

Hilmar lauk því keppni á Heimsmeistaramótinu í 21. sæti í stórsvigi og 5. sæti í svigkeppninni. Standandi flokkur Hilmars á mótinu taldi um það bil 40 keppendur þar sem allir fremstu skíðamenn heims voru mættir til leiks í lokaundirbúningi fyrir Vetrar Paralympics sem fram fara í Kína í marsmánuði. 

Þórður Georg Hjörleifsson annar tveggja þjálfara Hilmars var að vonum ánægður með sinn mann í dag. „Hilmar átti gríðarlega góða seinni ferð í dag, sér í lagi í efri parti brautarinnar. Hann var alveg geggjaður en nokkur munur var á brautinni í fyrri og seinni ferð og má segja að brautin í seinni ferðinni hafi hentað honum vel sem skíðamanni. Nú tekur við undirbúningur fyrir Vetrar Paralympics og það verður ekki síður spennandi keppni þar á ferðinni,” sagði Þórður Georg sem þjálfar Hilmar ásamt Marko Spoljaric.

Myndir/ JBÓ – Það var glatt á hjalla í Lillehammer í dag þegar Hilmar Snær hafnaði í 5. sæti í svigkeppninni

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Már, Sonja og Thelma á leið til Parísar!

Alþjóða Ólympíuhreyfing fatlaðra hefur nú úthlutað megninu af sætum sem í boði eru fyrir s…