Heim 2. tbl 2021 Þorsteinn á HM: Róbert og Hjörtur í Skotlandi

Þorsteinn á HM: Róbert og Hjörtur í Skotlandi

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Þorsteinn á HM: Róbert og Hjörtur í Skotlandi
0
957

Bogfimimaðurinn Þorsteinn Halldórsson frá Akri lagði í morgun af stað til Dubai þar sem heimsmeistaramót fatlaðra í bogfimi mun fara fram dagana 19.-27. febrúar. Keppni hefst 22. febrúar í „Compound Open“ eða trissuboga. 

Alfreð Birgisson þjálfari Þorsteins verður með í för en þeir Þorsteinn hafa síðustu mánuði starfað vel saman við undirbúning mótsins. Þorsteinn er þó ekki einn úr afrekshópi Íþróttasambands fatlaðra sem gerir það víðreist þessi misserin því um þessar mundir eru sundmennirnir Róbert Ísak Jónsson frá Firði/SH og Hjörtur Már Ingvarsson, Fjörður, staddir í Aberdeen í Skotlandi á heimsmótaröð IPC í sundi.

Báðir eru þeir Hjörtur og Róbert komnir á fullt við undirbúning ásamt öðru sundfólki úr afrekshópi ÍF fyrir þátttöku þeirra í Heimsmeistaramótinu sem fram fer í Portúgal í sumar. Með Hirti og Róberti ytra er nýráðinn landsliðsþjálfari Ragnar Friðbjarnarson og honum til aðstoðar í ferðinni er Ingvar Geir Guðbjörnsson. 

Framundan eru svo Vetrar Paralympics í Peking þar sem Hilmar Snær Örvarsson frá Skíðadeild Víkings verður fulltrúi Íslands á leikunum en þar mun hann keppa í svigi og stórsvigi í standandi flokki. Hilmar keppti á HM í janúarmánuði þar sem hann hafnaði í 5. sæti í svigi og ljóst að hann mun láta vel fyrir sér finna þegar til Peking verður komið.

Róbert og Hjörtur munu næstu daga taka vel á því í Aberdeen í Skotlandi.
Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Afturelding af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“

Ungmennafélagið Afturelding hefur farið af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“ sem er…