Heim 2. tbl 2021 Róbert með nýtt met og þrenn verðlaun á opna breska

Róbert með nýtt met og þrenn verðlaun á opna breska

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Róbert með nýtt met og þrenn verðlaun á opna breska
0
581

Sundmennirnir Hjörtur Már Ingvarsson og Róbert Ísak Jónsson frá Firði tóku á dögunum þátt í opna breska meistaramótinu í sundi. Róbert var í góðum gír á mótinu og kom heim með þrenn verðlaun og þar af gull í 200m fjórsundi og nýtt Íslandsmet í 100m bringusundi. Opna breska meistaramótið er hluti af heimsmótaröð IPC (International Paralympic Committee).

Hér að neðan má sjá árangur Hjartar og Róberts á opna breska. 


Hjörtur Már Ingvarsson, S5
100m skriðsund: 1:40,37 mín – 54. sæti. 
100m bringusund: 2:56,74 mín – 39. sæti
200m skriðsund: 3:33.06 mín. – 20. sæti 
50m skriðsund: 48,88 sek. – 38. sæti 

Róbert Ísak Jónsson, S14
200m fjórsund: 2:16,91 mín – 1. sæti 
100m bringusund: 1:09,01 – 3. sæti – nýtt S14 Íslandsmet
100m flugsund: 59,54 sek. – 2. sæti Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Bocciaveisla á Akureyri

Nýverið fóru Íslandsmót og Hængsmót í boccia fram saman á Akureyri en tilefni fyrir þessu …