Special Olympics körfuboltahópur Hauka tók þátt á minniboltamóti í Garðabæ þarsíðustu helgi, Stjörnustríð.
18 iðkendur tóku þátt og var hópurinn skipt í tvennt, eldri og yngri.
Eldri hópurinn keppti á móti Stjörnunni og Álftanes. Mikil leikgleði og keppniskap var hjá liðinu. Þetta var fyrsta mótið sem við förum á þar sem stigin voru talin og því mikil spenna að kíkja á stigatöfluna eftir hverja körfu. Elstu krakkarnir okkar hafa flestir verið að æfa í nokkur ár og tekið gífurlegum framförum í samspili og leikskilningi.
Yngri hópurinn okkar spilaði þrjá leiki, á móti Ármann, Breiðablik og Val. Mikil spenna var í hópnum enda flestir að taka þátt á sínu fyrsta körfuboltamóti. Krakkarnir voru fljótir að venjast umhverfinu og tók leikgleðin völdin. Mikil stemning var í húsinu, krakkarnir okkar voru duglegir að skora körfur og spila öfluga vörn.
Nú fer tímabilið að enda hjá okkur í lok maí en mikil spenna er að byrja aftur eftir símafrí og taka þátt á fleiri mótum. Áfram Ísland!