Heim 2. tbl 2021 Þorsteinn úr leik á HM: 5mm skildu að í bráðabana!

Þorsteinn úr leik á HM: 5mm skildu að í bráðabana!

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Þorsteinn úr leik á HM: 5mm skildu að í bráðabana!
0
683

Bogfimimaðurinn Þorsteinn Halldórsson frá Akri á Akureyri hefur lokið keppni á heimsmeistaramótinu í bogfimi. Um var að ræða svakalega útsláttarviðureign í 32 manna úrslitum þar sem 5 millimetra munur á úrslitaörvum skar úr um niðurstöðuna. Þungt að kyngja fyrir Þorstein sem hefur verið á miklu skriði undanfarið. 

Heimsmeistaramótið sem nú stendur yfir í Dubai er stærsta verkefni ársins í bogfimi fatlaðra. Í gær komst Þorsteinn áfram í undankeppninni og hafði betur gegn keppanda frá Rúmeníu 139-134 í fyrstu umferð útsláttarins.

Í dag keppti Þorsteinn við Galé Montorio frá Spáni. Þorsteinn leiddi 29-27 eftir fyrstu umferð og 56-57 eftir aðra umferð. Í þriðju umferðinni komst Montorio 85-84 yfir og staðan síðan jöfn 112-112 eftir fjórar umferðir. Í fimmtu umferðinni fóru þeir Þorsteinn og Montorio báðir á kostum með 10 fyrir allar örvar og staðan 142-142 og því brugðið á það ráð að skjóta úrslitaör.

Í bráðabana er ein ör og vinnur sá sem er næst miðju. Báðir skutu þeir í 9 þannig að dómari tók upp rennimál og mældi og reyndist munurinn 5 mm Fernando Montorio í vil. Fyrir vikið er Þorsteinn úr leik og er væntanlegur heim til Íslands laust fyrir mánaðarmót.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Afturelding af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“

Ungmennafélagið Afturelding hefur farið af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“ sem er…