Heim 1. tbl 2020 Rising Phoenix – Stórbrotin heimildarmynd um Paralympics

Rising Phoenix – Stórbrotin heimildarmynd um Paralympics

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Rising Phoenix – Stórbrotin heimildarmynd um Paralympics
0
1,207

Tokyo2020 – Ólympíumót fatlaðra eða Paralympics, átti að hefjast með setningu leikanna í gær, en vegna Covid-19 var þeim frestað til næsta sumars eins og Ólympíuleikunum. Löng hefð er fyrir því að Paralympics séu haldnir í beinu framhaldi af Olympics eða Ólympíuleikum eins og við nefnum leikanna á íslensku. Um er að ræða 45 daga samfellda íþróttahátíð í þeim borgum sem taka að sér að halda þessa leika, Olympics og Paralympics.


Í tilefni af 30 ára afmæli International Paralympic Committee – IPC 2019 var ákveðið að vinna að gerð heimildarmyndar um sögu Paralympics allt frá upphafi þeirra þar sem Sir. Ludwig Guttmann taugalæknir fór að nýta íþróttir til endurhæfingar fyrir mænuskaðaða einstaklinga. Segja má að íþróttaleikar sem haldnir eru ár hvert í Stoke-Mandewill í Englandi séu upphafið og sem fyrst voru haldn­ir fyr­ir nokkra fatlaða her­menn skömmu eft­ir lok síðari heims­styrj­ald­ar (1948). Fyrstu formlegu Paralympic leikarnir voru haldnir í Róm 1960.


Myndin Rising Phoenix er að mínu mati stórbrotin heimildarmynd um sögu Paralympics leikanna og endurspeglar þann kraft og þá orku sem leysist úr læðingi þegar fatlaðir íþróttamenn hvaðanæva úr heiminum koma saman og ætla að gera sitt besta.


Ég hvet alla til þess að gefa sér tíma til að horfa á þessa mynd á Netflix, hún skilur eftir sig sterk hughrif.

Með íþróttakveðju,
Þórður Á. Hjaltested, formaður ÍF

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2020
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…