Íþróttasamband fatlaðra samdi nýverið við Ragnar Friðbjarnarson um að taka að sér starf landsliðsþjálfara í sundi.
Þegar þetta var ritað var Ragnar þegar kominn af stað í sitt fyrsta verkefni sem landsliðsþjálfari og búinn að landa verðlaunum á Norðurlandamótinu í 25m laug sem fram fór í Svíþjóð um síðastliðna helgi. Það var hin margreynda sundkona Sonja Sigurðardóttir frá ÍFR sem vann silfur á fyrsta degi í 50m baksundi. Nánar um árangurinn á NM hér.
Ragnar er starfi ÍF afar kunnur en hann hefur áður starfað við fjölda verkefna á vegum sambandsins og verið virkur aðili í fagteymi ÍF. Ragnar starfar sem sjúkraþjálfari og var m.a. partur af íslenska hópnum á Paralympics í Ríó 2016 og nú nýverið í Tokyo 2021.
Stjórn og starfsfólk býður Ragnar hjartanlega velkominn um borð!