Heim 2. tbl 2021 Ragnar Friðbjarnarson ráðinn landsliðsþjálfari ÍF í sundi

Ragnar Friðbjarnarson ráðinn landsliðsþjálfari ÍF í sundi

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Ragnar Friðbjarnarson ráðinn landsliðsþjálfari ÍF í sundi
0
1,177

Íþróttasamband fatlaðra samdi nýverið við Ragnar Friðbjarnarson um að taka að sér starf landsliðsþjálfara í sundi.

Þegar þetta var ritað var Ragnar þegar kominn af stað í sitt fyrsta verkefni sem landsliðsþjálfari og búinn að landa verðlaunum á Norðurlandamótinu í 25m laug sem fram fór í Svíþjóð um síðastliðna helgi. Það var hin margreynda sundkona Sonja Sigurðardóttir frá ÍFR sem vann silfur á fyrsta degi í 50m baksundi. Nánar um árangurinn á NM hér.

Ragnar er starfi ÍF afar kunnur en hann hefur áður starfað við fjölda verkefna á vegum sambandsins og verið virkur aðili í fagteymi ÍF. Ragnar starfar sem sjúkraþjálfari og var m.a. partur af íslenska hópnum á Paralympics í Ríó 2016 og nú nýverið í Tokyo 2021. 

Stjórn og starfsfólk býður Ragnar hjartanlega velkominn um borð!

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Glæsilegt ÍM25 að baki í Ásvallalaug: Snævar með fyrstu metin í S15

Íslands- og unglingarmeistaramótið í 25m laug fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði um síða…