Heim 2. tbl 2021 Íslensku keppendurnir koma allir heim með verðlaun af NM

Íslensku keppendurnir koma allir heim með verðlaun af NM

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Íslensku keppendurnir koma allir heim með verðlaun af NM
0
1,014

Norðurlandameistaramótinu í sundi í 25m laug lauk í Svíþjóð í gær en mótahaldið var sameiginlegt þar sem keppendur úr röðum fatlaðra og ófatlaðra tóku þátt í einu og sama mótahaldinu. Allir fjórir íslensku afrekssundmennirnir unnu til verðlauna á mótinu!

Á síðasta keppnisdegi í gær, sunnudag, varð Þórey Ísafold Magnúsdóttir í 3. sæti í 100m flugsundi á tímanum 1:21.25. mín. Thelma Björg Björnsdóttir hafnaði svo í 5. sæti í 100m skriðsundi og Sonja Sigurðardóttir varð í 9. sæti í undanrásum í sama sundi rétt við sinn besta tíma. Guðfinnur Karlsson hafnaði svo í 4. sæti í gær í 100m baksundi á tímanum 1:24.00 mín.

Það var því Guðfinnur Karlsson sem vann til tveggja bronsverðlauna við mótið í 100m bringusundi og 400m skriðsundi en Guðfinnur syndir fyrir Fjörð í flokki S11. Sonja Sigurðardóttir frá ÍFR vann til silfurverðlauna í 50m baksundi en Sonja syndir fyrir ÍFR. Þórey Ísafold Magnúsdóttir sem syndir fyrir KR í flokki S14 vann til silfurverðlauna í 100m bringusundi og Thelma Björg Björnsdóttir frá ÍFR vann brons í flokki SB5 í 100m bringusundi.

Fleiri fréttir af mótinu er hægt að skoða á Facebook-síðu ÍF.

Stöllurnar Þórey 2. sæti og Thelma 3. sæti á NM í Svíþjóð um síðustu helgi.
Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Afturelding af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“

Ungmennafélagið Afturelding hefur farið af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“ sem er…