Heim 2. tbl 2021 Íslensku keppendurnir koma allir heim með verðlaun af NM

Íslensku keppendurnir koma allir heim með verðlaun af NM

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Íslensku keppendurnir koma allir heim með verðlaun af NM
0
932

Norðurlandameistaramótinu í sundi í 25m laug lauk í Svíþjóð í gær en mótahaldið var sameiginlegt þar sem keppendur úr röðum fatlaðra og ófatlaðra tóku þátt í einu og sama mótahaldinu. Allir fjórir íslensku afrekssundmennirnir unnu til verðlauna á mótinu!

Á síðasta keppnisdegi í gær, sunnudag, varð Þórey Ísafold Magnúsdóttir í 3. sæti í 100m flugsundi á tímanum 1:21.25. mín. Thelma Björg Björnsdóttir hafnaði svo í 5. sæti í 100m skriðsundi og Sonja Sigurðardóttir varð í 9. sæti í undanrásum í sama sundi rétt við sinn besta tíma. Guðfinnur Karlsson hafnaði svo í 4. sæti í gær í 100m baksundi á tímanum 1:24.00 mín.

Það var því Guðfinnur Karlsson sem vann til tveggja bronsverðlauna við mótið í 100m bringusundi og 400m skriðsundi en Guðfinnur syndir fyrir Fjörð í flokki S11. Sonja Sigurðardóttir frá ÍFR vann til silfurverðlauna í 50m baksundi en Sonja syndir fyrir ÍFR. Þórey Ísafold Magnúsdóttir sem syndir fyrir KR í flokki S14 vann til silfurverðlauna í 100m bringusundi og Thelma Björg Björnsdóttir frá ÍFR vann brons í flokki SB5 í 100m bringusundi.

Fleiri fréttir af mótinu er hægt að skoða á Facebook-síðu ÍF.

Stöllurnar Þórey 2. sæti og Thelma 3. sæti á NM í Svíþjóð um síðustu helgi.
Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Hákon tvöfaldur Íslandsmeistari: Vova og Agnar unnu í tvíliðaleik

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í borðtennis fór fram í Hátúni í Reykjavík laugardagin…