Heim 2. tbl 2020 Ólympíukvöld fatlaðra á RÚV

Ólympíukvöld fatlaðra á RÚV

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Ólympíukvöld fatlaðra á RÚV
0
2,027

Um miðjan desembermánuð lauk sýningum á Ólympíukvöldum fatlaðra hjá RÚV. Voru þættirnir á dagskrá fimm sunnudaga í röð og eru nú allir aðgengilegir í sarpinum hjá ruv.is

Þættirnir fjölluðu í máli og myndum um sögu Paralympics (Ólympíumót fatlaðra) og þátttöku Íslands í verkefnunum frá árinu 1980.

Fjöldi gesta lagði leið sína í sjónvarpssal en þáttunum stýrðu íþróttafréttamennirnir Haukur Harðarson og Einar Örn Jónsson.

Á meðal viðmælenda voru fyrrum formenn, fararstjórar, íþróttafólk, fjölmiðlafólk og samstarfsaðilar á borð við Össur en í hverjum þætti mátti heyra skemmtilegar og lifandi samræður um hverja leika ásamt mögnuðu myndefni sem ekki hefur komið oft fyrir sjónir almennings. Hér að neðan er hægt að nálgast alla þættina í sarpi RÚV.

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 2. tbl 2020
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…