Heim 1. tbl 2023 Keppendum Íslands á Special Olympics boðið að Bessastöðum

Keppendum Íslands á Special Olympics boðið að Bessastöðum

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Keppendum Íslands á Special Olympics boðið að Bessastöðum
1
1,680

Forsetahjónin tóku á móti íslenska hópnum að Bessastöðum sem tók þátt í heimsleikum Special Olympics 2023. Leikarnir, sem fram fóru í Berlín 17. – 25. júní, eru stærsti íþróttaviðburður heims 2023 þar sem 7.000 keppendur frá 190 löndum taka þátt.

Frá Íslandi fóru 30 íþróttamenn sem kepptu í 10 greinum auk þess sem 120 aðstandendur fylgdust með íslenska hópnum. Þar á meðal var Eliza Reid forsetafrú, sem tók þátt í opnunarathöfninni 17. júní ásamt Ásmundi Einari Daðasyni, ráðherra íþrótta, og hvöttu þau íslensku keppendurna til dáða næstu daga á eftir. Að leikunum loknum efndu forsetahjón til móttöku á Bessastöðum fyrir íþróttafólkið og aðstandendur þeirra og buðu þau velkomin heim.

Nánar og fleiri myndir á heimasíðu forseta

Mynd með frétt/ Embætti forseta Íslands

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Afturelding af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“

Ungmennafélagið Afturelding hefur farið af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“ sem er…