Heim 2. tbl 2019 Íslandsmót ÍF í 25m laug

Íslandsmót ÍF í 25m laug

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Íslandsmót ÍF í 25m laug
0
1,066

Már synti þrívegis undir gildandi heimsmeti á ÍM25

Íslandsmót ÍF í sundi í 25m laug fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði í nóvembermánuði. Mótið var samkeyrt með Íslandsmóti SSÍ rétt eins og tíðkast hefur síðustu misseri hjá ÍF og SSÍ. Már Gunnarsson var í góðum gír við mótið og synti þrívegis undir gildandi heimsmeti í sínum flokki (S11-blindir). Már synti undir gildandi heimsmetum í 50m baksundi, 200m baksundi og 100m baksundi.

Róbert Ísak Jónsson setti Íslandsmet á mótinu í 200m fjórsundi S14 á tímanum 2:10,44 mín. og vann til silfurverðlauna er hann synti í úrslitum greinarinnar. Þá vann Róbert til bronsverðauna í 100m flugsundi á tímanum 58,58 sek. sem er nýtt Íslandsmet. 

Þá féll 15 ára gamalt Íslandsmet Báru Bergmann í 50m flugsundi en það sló Þórey Ísafold Magnúsdóttir er hún kom í bakkann á 35,76 sek. í flokki S14. 

Mynd/ Már Gunnarsson ásamt Davíð Hildiberg öðrum af tveimur þjálfurum sínum en hinn þjálfari hans er Steindór Gunnarsson.

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 2. tbl 2019
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…