Heim 2. tbl 2021 IPC breytir ákvörðun sinni og meinar Rússum og Hvít-Rússum þátttöku

IPC breytir ákvörðun sinni og meinar Rússum og Hvít-Rússum þátttöku

1 min read
Slökkt á athugasemdum við IPC breytir ákvörðun sinni og meinar Rússum og Hvít-Rússum þátttöku
0
809

Nú rétt í þessu hélt IPC (Alþjóða Ólympíuhreyfing fatlaðra) blaðamannafund í Peking, höfuðborg Kína.

Andrew Parsons forseti IPC kynnti þá breytingu á ákvörðun stjórnar sem nú hefur ákveðið að meina keppendum frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi þátttöku í leikunum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Rétt tæpar 20 stundir eru síðan IPC kynnti að báðar þjóðir fengju að taka þátt með því að tefla fram sínu íþróttafólki sem „neutral athletes” eða sem hlutlausir íþróttamenn.Ísland ásamt Norðurlöndunum hvöttu nýverið IPC til að íhuga að meina Rússlandi og Hvíta-Rússlandi um þátttöku í leikunum.

Erindi Norðurlandanna til IPC má nálgast hér.

Hér má svo nálgast tilkynningu IPC sem birt var í morgun um breytta afstöðu og keppnisbannið á Rússland og Hvíta-Rússland sem nú hefur tekið gildi.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Glæsilegt ÍM25 að baki í Ásvallalaug: Snævar með fyrstu metin í S15

Íslands- og unglingarmeistaramótið í 25m laug fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði um síða…